Handbolti

Stelpurnar hans Þóris fá góðan bónus fyrir HM-gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Mynd/AFP
Norska kvennalandsliðið í handbolta er á leiðinni á HM í Serbíu en liðið er sem fyrr undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar sem hefur unnið sjö stórmótagull sem þjálfari (3) eða aðstoðarþjálfari (4) liðsins.

Norska handknattleikssambandið gaf það út í dag að hver og einn leikmaður liðsins fá 75 þúsund norskar krónur fyrir Heimsmeistaragull eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna.

Bónusinn hefur hækkað frá því síðast en hver leikmaður liðsins fékk 60 þúsund norskar krónur í gullbónus þegar liðið varð heimsmeistari í Brasilíu fyrir tveimur árum síðan.  

Leikmenn norska liðsins fá einnig 30 þúsund norskar krónur í aukabónus tryggi liðið sér þáttökurétt á HM 2015 en sú keppni verður haldin í Danmörku.

Bónusar norska kvennalandsliðsins á HM í Serbíu:

Gull - 75 þúsund norskar krónur

Silfur - 50 þúsund norskar krónur

Brons - 35 þúsund norskar krónur

4. sæti - 12 þúsund norskar krónur

5. sæti - 5 þúsund norskar krónur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×