Körfubolti

Pálína frá fram í febrúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd/Daníel
Pálína Gunnlaugsdóttir, lykilmaður Grindavíkur og besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í körfubolta undanfarin tvö tímabil, verður ekki með liðinu næstu átta til tólf vikurnar. Þetta kemur fram í frétt á Karfan.is

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, staðfesti við karfan.is að Pálína væri með rofið liðband í hné. Pálína Gunnlaugsdóttir er með 17,4 stig, 9,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í Dominos-deild kvenna í vetur.

„Hún er ekki úr leik þetta tímabilið og gæti verið klár í kringum mánaðarmótin janúar-febrúar,“ sagði Jón Halldór í viðtali á karfan.is.

Pálína Gunnlaugsdóttir meiddist í leik á móti Haukum 20. nóvember síðastliðnum og hefur ekki verið með liðinu í síðustu þremur leikjum. Báðir deildarleikirnir hafa tapast en Grindavík komst áfram í átta liða úrslit Powerade-bikarsins um síðustu helgi.

Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×