Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. desember 2013 21:27 Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki. Vodafone-innbrotið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent