Árbæingar slegnir, upplifðu mikla ógn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2013 18:50 Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira