Eftirlitsstofnanir með síma- og netfyrirtækjum í fjársvelti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2013 18:09 Innanríkisráðherra segir Persónuvernd ekki geta sinnt frumkvæðisskyldu sinni og síma- og netfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Vodafone-innbrotið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent