Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2013 15:41 Eyjólfur. Skilaboð hans um nýtt spil voru umsvifalaust túlkuð sem svo að Eyjólfur stæði í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Kári Eiríksson Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira