Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Ómar Úlfur skrifar 2. desember 2013 12:22 Stjarna Páls Óskars skín skært Páll Óskar Hjálmtýsson er ein skærasta poppstjarna Íslands. Hann er þessa dagana að endurútgefa plöturnar sínar. Plöturnar koma út í boxum og eru þrjár plötur í hverju boxi. Verðið á boxunum hefur vakið athygli enda sanngjarnt í meira lagi. Palli segir að þessi útgáfa sé hans innlegg í niðurhalsumræðuna. Páll Óskar trúir ekki á þessar bölbænir sem segja að fólk borgi ekki fyrir tónlist og að fasta formið sé dautt, það muni lifa fyrir safnara og sem gjafavara. Gæðin á efninu verði einfaldlega að vera góð. Það kom Palla á óvart hvað lögin hans hafa elst vel. Reyndar hafi plöturnar verið dýrar í framleiðslu og vandað til verka. Laun hans hafi í gegnum tíðina komið frá tónleikahaldi og lifandi spilamennsku. Hann segir að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir sterkefnaðir, þessvegna sé mikilvægt að kaupa plöturnar ekki stela þeim. Platan Deep Inside seldist ekki vel árið 1999 þrátt fyrir góða dóma. Eftir það ævintýri skuldaði Palli 6 milljónir. Sú reynsla var dýrmæt svona eftir á að hyggja.Fyrsta platan? Þegar foreldrarnir komu frá Spáni 1972. Þau réttu tveggja ára pjakknum tvær sjö tommu plötur sem að hann á ennþá. Bambi var önnur og hin var með laginu Pocorn sem var leikið á Moog hljóðgervil.Fyrstu tónleikar? Barnaskemmtun í Háskólabíó þar sem að lögin úr Cabarett voru flutt. Ungur fylgdi Palli systur sinni Diddú á æfingar og á tónleika með Spilverki Þjóðanna.Stærstu tónleikar sem að Páll Óskar hefur séð? Donna Summer í Carnegie Hall. Rammstein í Laugardalshöll og Prodigy í höllinni.Fyrsta lagið sem að Palli féll fyrir? Títtnefnt Popcorn. Texti úr eigin lagi sem að Palli heldur uppá? Lagið og textinn Betra líf er jarðtenging Palla.Átrúnaðargoð? Hann segist líta til margra. Fólk sem að lærir á meðan að það lifir. Alfred Hitchcock. Marlene Dietrich. Joan Crawford og Madonna eru sömuleiðis nefnd til sögunnar sem átrúnaðargoð.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Myndir af Breivik nokkrum mínútum eftir handtöku Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Ein grófasta kvikmyndastikla sögunnar sett á vefinn Harmageddon
Páll Óskar Hjálmtýsson er ein skærasta poppstjarna Íslands. Hann er þessa dagana að endurútgefa plöturnar sínar. Plöturnar koma út í boxum og eru þrjár plötur í hverju boxi. Verðið á boxunum hefur vakið athygli enda sanngjarnt í meira lagi. Palli segir að þessi útgáfa sé hans innlegg í niðurhalsumræðuna. Páll Óskar trúir ekki á þessar bölbænir sem segja að fólk borgi ekki fyrir tónlist og að fasta formið sé dautt, það muni lifa fyrir safnara og sem gjafavara. Gæðin á efninu verði einfaldlega að vera góð. Það kom Palla á óvart hvað lögin hans hafa elst vel. Reyndar hafi plöturnar verið dýrar í framleiðslu og vandað til verka. Laun hans hafi í gegnum tíðina komið frá tónleikahaldi og lifandi spilamennsku. Hann segir að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir sterkefnaðir, þessvegna sé mikilvægt að kaupa plöturnar ekki stela þeim. Platan Deep Inside seldist ekki vel árið 1999 þrátt fyrir góða dóma. Eftir það ævintýri skuldaði Palli 6 milljónir. Sú reynsla var dýrmæt svona eftir á að hyggja.Fyrsta platan? Þegar foreldrarnir komu frá Spáni 1972. Þau réttu tveggja ára pjakknum tvær sjö tommu plötur sem að hann á ennþá. Bambi var önnur og hin var með laginu Pocorn sem var leikið á Moog hljóðgervil.Fyrstu tónleikar? Barnaskemmtun í Háskólabíó þar sem að lögin úr Cabarett voru flutt. Ungur fylgdi Palli systur sinni Diddú á æfingar og á tónleika með Spilverki Þjóðanna.Stærstu tónleikar sem að Páll Óskar hefur séð? Donna Summer í Carnegie Hall. Rammstein í Laugardalshöll og Prodigy í höllinni.Fyrsta lagið sem að Palli féll fyrir? Títtnefnt Popcorn. Texti úr eigin lagi sem að Palli heldur uppá? Lagið og textinn Betra líf er jarðtenging Palla.Átrúnaðargoð? Hann segist líta til margra. Fólk sem að lærir á meðan að það lifir. Alfred Hitchcock. Marlene Dietrich. Joan Crawford og Madonna eru sömuleiðis nefnd til sögunnar sem átrúnaðargoð.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Myndir af Breivik nokkrum mínútum eftir handtöku Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Ein grófasta kvikmyndastikla sögunnar sett á vefinn Harmageddon