Handbolti

Átta ár síðan Noregur spilaði ekki um verðlaun - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu eru úr leik á HM í handbolta í Serbíu eftir tap á móti heimastúlkum í átta liða úrslitunum í kvöld.

Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á fimm síðustu stórmótum og það voru liðin átta ár síðan að Noregur keppti ekki um verðlaun á stórmóti hjá konum.

Vonbrigðin voru því mikil í leikslok eins og sést hér á myndunum fyrir neðan.

Norska kvennalandsliðið vann þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Þórir var aðstoðarþjálfari liðsins þegar það missti síðast af undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2005 en norska liðið sat þá eftir í milliriðli.

Síðustu stórmót norska kvennalandsliðsins í handbolta:

HM 2013 - 5. sæti

EM 2012 - Silfur

ÓL 2012 - Gull

HM 2011 - Gull

EM 2010 - Gull

HM 2009 - Brons

EM 2008 - Gull

ÓL 2012 - Gull

HM 2007 - Silfur

EM 2006 - Gull

HM 2005 - 9. sæti



Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×