Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 18. desember 2013 14:34 Kvennanefnd SVFR Þáttaka kvenna hefur stundum verið lítil í stangveiðinni en er þó að aukast hægt og þétt en nokkur kvennaholl hafa þó verið til í gegnum tíðina og nú er von um að þeim fari fjölgandi. Nú hefur Kvennanefnd tekið til starfa hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur en markmið nefndarinnar er meðal annars að efla kvennastarfs innan félagsins, auka áhuga kvenna á stangveiði, að fræða konur og auka þekkingu þeirra á stangveiði, að efla tengsl kvenna innan sportsins og verður unnið að þessum markmiðum með fundum, fræðslu, fyrirlestrum, umræðum og reglulegum viðburðum. Allar konur sem hafa áhuga á stangveiði eru sérstklega boðnar velkomnar. Þær sem skipa nefndina eru Harpa Groiss, Agnes Ísleifsdóttir, Kristín Ósk Reynisdóttir og Elín Ingólfsdóttir. Þeir veiðimenn af karlkyni sem hafa frétt af stofnun þessarar nefndar hafa brosað út í bæði við þessar fréttir enda von til að konurnar mæti vel á Opnu Húsin hjá félaginu en þar hefur þótt vera frekar mikill skortur á þeim hingað til. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Þáttaka kvenna hefur stundum verið lítil í stangveiðinni en er þó að aukast hægt og þétt en nokkur kvennaholl hafa þó verið til í gegnum tíðina og nú er von um að þeim fari fjölgandi. Nú hefur Kvennanefnd tekið til starfa hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur en markmið nefndarinnar er meðal annars að efla kvennastarfs innan félagsins, auka áhuga kvenna á stangveiði, að fræða konur og auka þekkingu þeirra á stangveiði, að efla tengsl kvenna innan sportsins og verður unnið að þessum markmiðum með fundum, fræðslu, fyrirlestrum, umræðum og reglulegum viðburðum. Allar konur sem hafa áhuga á stangveiði eru sérstklega boðnar velkomnar. Þær sem skipa nefndina eru Harpa Groiss, Agnes Ísleifsdóttir, Kristín Ósk Reynisdóttir og Elín Ingólfsdóttir. Þeir veiðimenn af karlkyni sem hafa frétt af stofnun þessarar nefndar hafa brosað út í bæði við þessar fréttir enda von til að konurnar mæti vel á Opnu Húsin hjá félaginu en þar hefur þótt vera frekar mikill skortur á þeim hingað til.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði