Peter O'Toole minnst 16. desember 2013 17:03 Einn ástsælasti leikari Hollywood, Peter O'Toole lést í gær, 81 árs gamall. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Arabíu-Lárens í samnefndri kvikmynd frá árinu 1962 í leikstjórn Sir Davids Lean.Hann fékk átta tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk og hefur enginn leikari fengið jafn margar slíkar tilnefningar án þess að hljóta verðlaunin. Auk þess hlaut hann 11 tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, Emmy-verðlaun og fjórar tilnefningar til BAFTA verðlaunanna. O'Toole fór ekki í grafgötur með vonbrigði sín með að hljóta aldrei verðlaunin. „Nei það er ekki nóg,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2011, þegar hann var spurður hvort tilnefningar væru nægur heiður. „Mér leiðast þessar tilnefningar. Að vera í öðru sætir er ekki það sama og að vinna,“ sagði O'Toole. Hann hlaut þó heiðursóskarsverðlaun árið 2003. „Heiðursverðlaun? Ég vil ekki vera heiðraður fyrir neitt. Ég vil vinna fyrir mínu,“ sagði leikarinn í viðtalinu við Times. „Kommon, þetta er brandari. Einn stór brandari. Átta sinnum? Það á ekki að vera hægt.“ Í fyrstu neitaði O'Toole að taka við heiðursverðlaununum þar sem hann var á svipuðum tíma að leika í mynd sem hann vonaðist til þess að fá Óskarinn fyrir. Leikarinn settist í helgan stein í fyrra, og þó síðustu árin hafi hann ekki látið mikið að sér kveða má ekki gleyma framlagi hans til kvikmyndasögunnar. Hér eru nokkur af bitastæðustu hlutverkum leikarans. Lawrence of Arabia (1962) How to steal a million (1966) Goodbye, Mr. Chips (1969) The Stunt Man (1980) My favourite year (1982) The Last Emperor (1987) Troy (2004) Venus (2006) Golden Globes Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Einn ástsælasti leikari Hollywood, Peter O'Toole lést í gær, 81 árs gamall. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Arabíu-Lárens í samnefndri kvikmynd frá árinu 1962 í leikstjórn Sir Davids Lean.Hann fékk átta tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk og hefur enginn leikari fengið jafn margar slíkar tilnefningar án þess að hljóta verðlaunin. Auk þess hlaut hann 11 tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, Emmy-verðlaun og fjórar tilnefningar til BAFTA verðlaunanna. O'Toole fór ekki í grafgötur með vonbrigði sín með að hljóta aldrei verðlaunin. „Nei það er ekki nóg,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2011, þegar hann var spurður hvort tilnefningar væru nægur heiður. „Mér leiðast þessar tilnefningar. Að vera í öðru sætir er ekki það sama og að vinna,“ sagði O'Toole. Hann hlaut þó heiðursóskarsverðlaun árið 2003. „Heiðursverðlaun? Ég vil ekki vera heiðraður fyrir neitt. Ég vil vinna fyrir mínu,“ sagði leikarinn í viðtalinu við Times. „Kommon, þetta er brandari. Einn stór brandari. Átta sinnum? Það á ekki að vera hægt.“ Í fyrstu neitaði O'Toole að taka við heiðursverðlaununum þar sem hann var á svipuðum tíma að leika í mynd sem hann vonaðist til þess að fá Óskarinn fyrir. Leikarinn settist í helgan stein í fyrra, og þó síðustu árin hafi hann ekki látið mikið að sér kveða má ekki gleyma framlagi hans til kvikmyndasögunnar. Hér eru nokkur af bitastæðustu hlutverkum leikarans. Lawrence of Arabia (1962) How to steal a million (1966) Goodbye, Mr. Chips (1969) The Stunt Man (1980) My favourite year (1982) The Last Emperor (1987) Troy (2004) Venus (2006)
Golden Globes Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira