Handbolti

Guðjón Valur orðaður við Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Guðjón Valur Sigurðsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Kiel næsta sumar. Hann hafnaði nýju samningstilboði frá félaginu.

Samkvæmt Handball World þá er íslenski landsliðsfyrirliðinn með tilboð frá spænska stórliðinu Barcelona, Kolding í Danmörku og Kielce í Póllandi.

Þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein verður aftur á móti áfram í herbúðum þýska meistaraliðsins Kiel í minnst þrjú ár til viðbótar. Klein, sem er þýskur landsliðsmaður, hefur deilt stöðu vinstri hornamanns með Guðjóni Val.

Hann á að baki 178 leiki með þýska landsliðinu og meira en 400 leiki með Kiel. Hann kom árið 2006 frá Grosswallstadt og hefur síðan þá unnið allt það sem hægt er að vinna með Kiel.

Annar vinstri hornamaður, Uwe Gensheimer, var á dögunum orðaður við Kiel en hann ákvað að framlengja samning sinn við Rhein-Neckar Löwen. Barcelona vildi einnig fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×