Handbolti

Ferill Hannesar Jóns gæti verið í hættu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Handknattleikskapppinn Hannes Jón Jónsson var lagður inn á sjúkrahús á mánudag vegna mikilla verkja á hægri öxl. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hannes Jón, sem spilar með nýliðum Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni, gekkst undir aðgerð á öxlinni í gær. Framundan er önnur aðgerð á laugardaginn og óvíst er um batahorfur. Er talið að ferill kappans geti verið í hættu.

Hannes Jón greindist með krabbamein í okóber í fyrra en sneri aftur strax í janúar. Eisenach komst upp úr þýsku B-deildinni um vorið og Hannes Jón var kjörinn besti leikmaður tímabilsins.

Hannes Jón gerði upp krabbameinsbaráttu sína og lífið í Þýskalandi í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu síðastliðið sumar. Viðtalið má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×