Körfubolti

Engir erkifjendur í NBA-deildinni í dag

LeBron James.
LeBron James.
Það er oft talað um erkifjendur í íþróttum og áhorfendur bíða alltaf spenntir eftir því að sjá erkifjendur mætast. LeBron James segir að ekkert slíkt sé í gangi í NBA-deildinni í dag.

Hann var spurður út í það hvort Indiana Pacers og Miami Heat væru orðnir erkifjendur. Hann neitaði því.

"Þegar við tölum um slíkt þá erum við að tala um Lakers og Celtics. Þessi lið voru að keppa kannski fjórum sinnum á fimm árum í úrslitum. Það er alvöru," sagði James.

"Við erum búnir að spila við Indiana tvö ár í röð í úrslitakeppninni og fólk er strax farið að tala um erkifjendur. Þetta er alls ekki þannig, langt í frá.

"Það vantar alvöru rimmur í NBA-deildinni í dag. Það eru engir alvöru erkifjendur í dag. Það er sannleikurinn."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×