Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir frá Hellu skrifaði í morgun undir samning við Selfoss. Hún mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sunnlenska greinir frá þessu.
Dagný hefur undanfarin ár leikið með Valskonum. Hún hefur þó aðeins getað spilað rúmlega helming leikjanna á Íslandsmótinu undanfarin þrjú ár vegna náms síns við Florida State háskólann í Bandaríkjunum. Hið sama verður uppi á teningnum í sumar þar sem hún fer utan til Bandaríkjanna í ágúst.
„Það töluðu mörg lið við mig en mér fannst þetta mest spennandi kosturinn. Ég held að ég geti bætt mig sem leikmaður hérna og hjálpað ungu liði með reynslu minni,“ segir Dagný við Sunnlenska.
Hún bendir á að einnig verði fínt að geta verið heima eitt sumar og búið á Hellu. Hún á von á góðum stuðningi frá sínu fólki í Rangárþingi.
„Fólk að heiman hefur verið duglegt að koma í bæinn á Valsleiki og þannig að ég ætla bara að búast við því að hálf Hella mæti hérna,“ segir Dagný hlæjandi.
Dagný er 22 ára gömul og hefur verið í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár. Þá er hún lykilmaður og nýr fyrirliði fótboltaliðs Florida State sem fór alla leið í úrslitaleikinn í NCAA deildinni í ár.
Dagný á að baki 36 A-landsleiki auk fjölmargra leikja með yngri landsliðum Íslands.
„Selfoss var mest spennandi kosturinn“
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn