Handbolti

Snorri Steinn og félagar á sigurgöngu inn í EM-fríið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP
GOG Svendborg, lið landsliðsmannsins Snorra Steins Guðjónssonar, vann þriggja marka heimasigur á Ribe HK, 28-25, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fjórði heimasigur GOG-liðsins í röð.

GOG fer því með sigur inn í EM-fríið en ekkert verður spilað í dönsku úrvalsdeildinni á meðan Evrópumótið í handbolta fer fram í Danmörku. Næsti leikir liðsins er í lok janúar.

Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í sigrinum í kvöld og varð næstmarkahæstur hjá GOG á eftir Tobias Möller sem skoraði sex mörk. GOG Svendborg er í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði KIF frá Kaupmannahöfn.

Kári Kristjánsson komst ekki á blað þegar Bjerringbro-Silkeborg steinlá 38-27 á útivelli á móti Team Tvis Holstebro. Bjerringbro-Silkeborg er í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×