Handbolti

Danir unnu bronsið

Kristina Kristiansen
Kristina Kristiansen Mynd/Gettyimages
Danska landsliðið í handbolta nældi sér í bronsverðlaunin á HM kvenna í handbolta í Serbíu í dag með 30-26 sigri á Póllandi. Pólska liðið leiddi lengst af í leiknum en um miðbik seinni hálfleiksins náður Danir forskotinu með fimm mörkum í röð sem pólska liðinu tókst ekki að jafna.

Danska liðið tapaði fyrir Brasilíu á föstudaginn í undanúrslitum á meðan pólska liðið tapaði fyrir Serbíu í hinum undanúrslitaleiknum.

Pólska liðið leiddi í hálfleik 15-12 en Danir náðu að snúa taflinu við um miðbik seinni hálfleiks með Kristinu Kristiansen í fararbroddi. Kristina skoraði tíu mörk í leiknum úr aðeins tólf skotum í leiknum og var verðskuldað valin maður leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×