Handbolti

FH-ingar fá markvörð ÍH til að leysa Daníel af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Freyr Andrésson missir af restinni af tímabilinu.
Daníel Freyr Andrésson missir af restinni af tímabilinu. Mynd/Vilhelm
Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, verður ekki meira með FH-liðinu í Olís-deild karla í handbolta á þessu tímabili og því hafa FH-ingar þurft að fá til sín markvörð í hans stað.

FH-ingar leituðu ekki langt yfir skammt því þeir hafa náð samkomulag við Handknattleiksdeild ÍH um félagsskipti Sigurðar Arnar Arnarssonar markvarðar ÍH.

ÍH-ingar sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þeir vilja leiðrétta fyrstu frétt sem kom á handbolti.org í gær um að Sigurður hafi verið „kallaður” aftur í FH enda var leikmaðurinn með fastan samning hjá ÍH.

Sigurður mun í ljósi þessara félagsskipta ekki spila með ÍH-ingum í kvöld gegn FH í sextán liða úrslitum CocaCola-Bikarsins, að kröfu FH.

„Sigurður hefur verið einn af betri mönnum ÍH á tímabilinu og það er enginn vafi á því að hann mun standa sig enn og aftur vel í Olísdeildinni," segir í fréttatilkynningunni frá ÍH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×