Spennandi verkefni 9. janúar 2013 06:00 Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“ Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira