Tíska og hönnun

Forsmekkur fyrir haustið

Pre-Fall-lína Phillips Lim fór sem eldur um sinu um netið. Hún þótti einstaklega smekkleg og flott.
Pre-Fall-lína Phillips Lim fór sem eldur um sinu um netið. Hún þótti einstaklega smekkleg og flott.
Fjöldi hönnuða er farinn að hanna millilínur á milli hinna hefðbundnu vor- og haustlína. Pre-fall-línurnar, sem eru forlínur fyrir haustið, hafa verið að birtast á netinu hægt og rólega síðustu daga. Líkt og venja er þykja þær misgóðar en lína Phillips Lim þykir með eindæmum vel heppnuð. Margar línurnar eiga það sameiginlegt að minna svolítið á stílinn sem einkenndi tíunda áratug síðustu aldar og auðsætt er að víðar og þægilegar flíkur verða áfram í tísku.

Tískuhúsið Givenchy sýndi pils og kjóla yfir dragtarbuxur.
Sænska tískumerkið Acne heldur áfram með sína framúrstefnulegu hönnun.
Grátt, hvítt og svart var allsráðandi hjá Alexander Wang.
Flott hönnun frá Cristopher Kane. Hlébarðamynstur var áberandi í hans línu.
Ítalska tískuhúsið Missoni sýndi klassískan fatnað.
Línan frá celine er í miklu dálæti hjá tískubloggurum víða um heim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×