Þolendur ofbeldis bíða of lengi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. janúar 2013 06:00 Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún. Margir sem geta tekið undir þessi orð, karlar og konur, ungir og eldri, sem hafa orðið fyrir ofbeldi og glíma í framhaldinu við afleiðingarnar. Staða Freyju er nefnilega dæmigerð, ekki aðeins fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barsmíðum. Brot eru kærð en svo líður og bíður. Mál barna sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum hrannast upp bæði hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Í frétt blaðsins í gær kemur fram að í fyrra hafi ríkissaksóknara borist 72 mál sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Ákært var í fimmtán málum og ellefu voru felld niður. Flest málin eru enn til rannsóknar hjá. „Staðan er mjög erfið vegna þess að málin eru að safnast upp og við höfum ekki undan að afgreiða þau,“ sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir málafjöldann hafa aukist svo mikið undanfarin ár að embættið hafi ekki undan. Sömu sögu er að segja af kynferðisbrotadeild lögreglunnar en þar hefur málum sem snúa að brotum gegn börnum fjölgað ár frá ári. Síðustu daga og vikur hefur svo orðið alger sprenging á fjölda mála sem koma til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður deildarinnar, segist í frétt blaðsins í gær aldrei hafa upplifað annað eins á jafnstuttum tíma. Þá er í frétt blaðsins í dag greint frá hálfgerðu neyðarástandi sem myndast hefur í Barnahúsi vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir þjónustu þess. Við þessu er nauðsynlegt að bregðast. Það gengur ekki að mál fólks sem orðið hefur fyrir grimmilegu ofbeldi sitji föst í kerfinu vegna manneklu. Það verður að styrkja lögregluembættin, kynferðisbrotadeildina, embætti saksóknara og Barnahús þannig að þessi embætti anni þeim málum sem berast innan þolanlegra tímamarka. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, bendir í frétt blaðsins í dag á að réttar- og félagskerfi sem annar ekki eftirspurn í kynferðisbrotamálum gegn börnum geti fælt þolendur frá og veikt trú fólks á því að það taki því að kæra . Á hinn bóginn styrki skjót og hröð viðbrögð frá refsivörslukerfinu þann fælingarmátt sem refsingar eiga að hafa gagnvart gerendum. Vissulega bjóðast þolendum ofbeldis ýmis úrræði til að takast á við reynslu sína bæði innan heilbrigðiskerfisins og á vegum samtaka eins og Stígamóta og fleiri sem vinna ómetanlegt starf. Hitt er víst að það á áreiðanlega ekki síður við um kynferðisbrot gegn börnum en önnur ofbeldisbrot að veigamikill þáttur í úrvinnslu og bata er að formlegum hluta þessara mála sé lokið á skikkanlegum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún. Margir sem geta tekið undir þessi orð, karlar og konur, ungir og eldri, sem hafa orðið fyrir ofbeldi og glíma í framhaldinu við afleiðingarnar. Staða Freyju er nefnilega dæmigerð, ekki aðeins fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barsmíðum. Brot eru kærð en svo líður og bíður. Mál barna sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum hrannast upp bæði hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Í frétt blaðsins í gær kemur fram að í fyrra hafi ríkissaksóknara borist 72 mál sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Ákært var í fimmtán málum og ellefu voru felld niður. Flest málin eru enn til rannsóknar hjá. „Staðan er mjög erfið vegna þess að málin eru að safnast upp og við höfum ekki undan að afgreiða þau,“ sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir málafjöldann hafa aukist svo mikið undanfarin ár að embættið hafi ekki undan. Sömu sögu er að segja af kynferðisbrotadeild lögreglunnar en þar hefur málum sem snúa að brotum gegn börnum fjölgað ár frá ári. Síðustu daga og vikur hefur svo orðið alger sprenging á fjölda mála sem koma til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður deildarinnar, segist í frétt blaðsins í gær aldrei hafa upplifað annað eins á jafnstuttum tíma. Þá er í frétt blaðsins í dag greint frá hálfgerðu neyðarástandi sem myndast hefur í Barnahúsi vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir þjónustu þess. Við þessu er nauðsynlegt að bregðast. Það gengur ekki að mál fólks sem orðið hefur fyrir grimmilegu ofbeldi sitji föst í kerfinu vegna manneklu. Það verður að styrkja lögregluembættin, kynferðisbrotadeildina, embætti saksóknara og Barnahús þannig að þessi embætti anni þeim málum sem berast innan þolanlegra tímamarka. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, bendir í frétt blaðsins í dag á að réttar- og félagskerfi sem annar ekki eftirspurn í kynferðisbrotamálum gegn börnum geti fælt þolendur frá og veikt trú fólks á því að það taki því að kæra . Á hinn bóginn styrki skjót og hröð viðbrögð frá refsivörslukerfinu þann fælingarmátt sem refsingar eiga að hafa gagnvart gerendum. Vissulega bjóðast þolendum ofbeldis ýmis úrræði til að takast á við reynslu sína bæði innan heilbrigðiskerfisins og á vegum samtaka eins og Stígamóta og fleiri sem vinna ómetanlegt starf. Hitt er víst að það á áreiðanlega ekki síður við um kynferðisbrot gegn börnum en önnur ofbeldisbrot að veigamikill þáttur í úrvinnslu og bata er að formlegum hluta þessara mála sé lokið á skikkanlegum tíma.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun