Íslensk myndlist prýðir snjóbretti Head Sara McMahon skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis mynda tvíeykið Góms. Mynd/Anton Brink "Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira