Stóllinn Hugleikur lítur dagsins ljós Sara McMahon skrifar 4. mars 2013 15:00 Andrés Þór Björnsson innanhúsarkitekt. Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars. HönnunarMars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars.
HönnunarMars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira