Eiga að vera í formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 07:30 Fékk hrós Glódís Perla Viggósdóttir lék vel á Algarve-mótinu og fékk hrós frá þjálfaranum.Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn