Andaðu djúpt! Teitur Guðmundsson skrifar 19. mars 2013 07:00 Landlæknir birti nýverið tíðnitölur um reykingar hérlendis fyrir árið 2012 og kemur í ljós að þær eru almennt á niðurleið og ber að fagna því. Þó eru enn of margir sem nota tóbak, bæði í formi þess að reykja það og ekki síður sem munntóbak, sem er hinn versti ósiður. Heildartíðni þeirra sem reykja hérlendis er 13,8% samkvæmt þessum tölum, en karlar reykja ívið meira en konur. Þá er einnig talsverður munur á milli menntunarstigs og tekna en sem dæmi má nefna að þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi reykja í 23% tilvika en ríflega 8% háskólagenginna reykja. Þetta eru merkilegar tölur og áhugaverðar í samhengi við lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og auðvitað tilurð krabbameina en reykingar eru almennt taldar vera einn stærsti áhættuþátturinn við þróun þessara sjúkdóma. Reykingar hafa þó áhrif á fjölda annarra sjúkdóma og vandamála svo það má með sanni segja að þær séu ein stærsta heilsuvá sem við erum útsett fyrir, bæði beint og óbeint. Ég man sérstaklega eftir því þegar prófessor í lungnalækningum sagði við mig í náminu á sínum tíma, til að leggja áherslu á mikilvægi reykingavarna, að ef við fengjum einn sjúkling til að hætta að reykja þann daginn gætum við tekið frí það sem eftir lifði dags því slíkt gagn hefðum við gert!Mikilvægt líffæri Þegar horft er til lungnasjúkdóma eru ansi mörg vandamál sem hægt er að glíma við sem tengjast öndunarfærunum. Lungun eru eitt allra mikilvægasta líffæri okkar og því nauðsynlegt að þau starfi sem allra best og lengst. Hlutverk lungnanna er upptaka súrefnis annars vegar og útöndun koltvísýrings hins vegar. Mannslíkaminn er háður súrefni, án þess getum við ekki lifað, en það að halda jafnvægi í efnaskiptum og sýrustigi er einnig afar mikilvægt hlutverk lungnanna. Þetta er þó ekki það eina sem lungun gera. Þau eru mikilvægur hluti af ónæmiskerfi okkar, hafa áhrif á blóðþrýstinginn og möguleika okkar til að tjá okkur, en loftflæði er mikilvægt svo raddböndin virki. Allt eru þetta hlutir sem við hrausta fólkið þurfum lítið að hugsa um dagsdaglega en fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómum lítur málið allt öðruvísi út. Þessi grein er augljóslega of stutt til að geta gert ítarlega grein fyrir því hvað getur bjátað á en ég ætla að einbeita mér að einum þeim algengasta sem er langvinn lungnateppa. Sá sjúkdómur byggir iðulega á því að viðkomandi hefur reykt eða verið útsettur fyrir mengun og ertandi efnum í vinnu svo dæmi sé tekið. Þegar horft er á tíðnitölur fyrir þennan sjúkdóm á heimsvísu eru þær risavaxnar en tugmilljónir manna þjást og margar milljónir deyja árlega af völdum hans. Langvinn lungnateppa er ein af algengustu dánarorsökum sem við þekkjum.Öndunarpróf Það er ekki erfitt að greina langvinna lungnateppu en það er gert með sögu, skoðun og öndunarprófi. Þeir eru býsna margir einstaklingarnir sem eru einkennalausir um langan tíma þrátt fyrir að vera komnir með skerðingu á lungnastarfsemi og það er algengur misskilningur að ef ekkert heyrist við hlustun eða sjáist jafnvel á lungnamynd sé allt saman í himnalagi. Öndunarprófið er næmasta greiningartólið og afar mikilvægt að allir þeir sem reykja fari í slíka mælingu reglubundið, en slíkt á einnig við um þá sem starfa í iðnaði sem þekkt er að geti valdið lungnaskaða. Því eru framkvæmd reglubundin öndunarpróf til að meta einkenni og hugsanlega versnun sem einstaklingurinn er ekki farinn að átta sig á sjálfur til að geta brugðist við og lagað aðstæður viðkomandi til hins betra og fært hann til í starfi. Reykingavarnir eru verulega mikilvægar, ekki síst hjá þessum hópi fólks. Það er því sárgrætilegt að við skulum enn horfa upp á það að fullorðið fólk sem hefur enga afsökun sé enn að reykja í þessum hlutföllum sem fram kemur í könnun Embættis Landlæknis. Ekki skal gert lítið úr þeirri fíkn sem tóbakið er né heldur vandkvæðunum við að losna undan því en betur má ef duga skal. Við erum að horfa fram á þúsundir einstaklinga hérlendis sem þurfa í framtíðinni umtalsverða aðstoð í formi súrefnis, lyfja og aðgerða vegna einkenna sinna og reykingatengdra sjúkdóma með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem og samfélagið. Þá er ekki búið að minnast á vinnutap, snemmbæra örorku og skerðingu á starfsgetu. Öndum því djúpt og tökum á þessum vanda, hættið að reykja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Landlæknir birti nýverið tíðnitölur um reykingar hérlendis fyrir árið 2012 og kemur í ljós að þær eru almennt á niðurleið og ber að fagna því. Þó eru enn of margir sem nota tóbak, bæði í formi þess að reykja það og ekki síður sem munntóbak, sem er hinn versti ósiður. Heildartíðni þeirra sem reykja hérlendis er 13,8% samkvæmt þessum tölum, en karlar reykja ívið meira en konur. Þá er einnig talsverður munur á milli menntunarstigs og tekna en sem dæmi má nefna að þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi reykja í 23% tilvika en ríflega 8% háskólagenginna reykja. Þetta eru merkilegar tölur og áhugaverðar í samhengi við lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og auðvitað tilurð krabbameina en reykingar eru almennt taldar vera einn stærsti áhættuþátturinn við þróun þessara sjúkdóma. Reykingar hafa þó áhrif á fjölda annarra sjúkdóma og vandamála svo það má með sanni segja að þær séu ein stærsta heilsuvá sem við erum útsett fyrir, bæði beint og óbeint. Ég man sérstaklega eftir því þegar prófessor í lungnalækningum sagði við mig í náminu á sínum tíma, til að leggja áherslu á mikilvægi reykingavarna, að ef við fengjum einn sjúkling til að hætta að reykja þann daginn gætum við tekið frí það sem eftir lifði dags því slíkt gagn hefðum við gert!Mikilvægt líffæri Þegar horft er til lungnasjúkdóma eru ansi mörg vandamál sem hægt er að glíma við sem tengjast öndunarfærunum. Lungun eru eitt allra mikilvægasta líffæri okkar og því nauðsynlegt að þau starfi sem allra best og lengst. Hlutverk lungnanna er upptaka súrefnis annars vegar og útöndun koltvísýrings hins vegar. Mannslíkaminn er háður súrefni, án þess getum við ekki lifað, en það að halda jafnvægi í efnaskiptum og sýrustigi er einnig afar mikilvægt hlutverk lungnanna. Þetta er þó ekki það eina sem lungun gera. Þau eru mikilvægur hluti af ónæmiskerfi okkar, hafa áhrif á blóðþrýstinginn og möguleika okkar til að tjá okkur, en loftflæði er mikilvægt svo raddböndin virki. Allt eru þetta hlutir sem við hrausta fólkið þurfum lítið að hugsa um dagsdaglega en fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómum lítur málið allt öðruvísi út. Þessi grein er augljóslega of stutt til að geta gert ítarlega grein fyrir því hvað getur bjátað á en ég ætla að einbeita mér að einum þeim algengasta sem er langvinn lungnateppa. Sá sjúkdómur byggir iðulega á því að viðkomandi hefur reykt eða verið útsettur fyrir mengun og ertandi efnum í vinnu svo dæmi sé tekið. Þegar horft er á tíðnitölur fyrir þennan sjúkdóm á heimsvísu eru þær risavaxnar en tugmilljónir manna þjást og margar milljónir deyja árlega af völdum hans. Langvinn lungnateppa er ein af algengustu dánarorsökum sem við þekkjum.Öndunarpróf Það er ekki erfitt að greina langvinna lungnateppu en það er gert með sögu, skoðun og öndunarprófi. Þeir eru býsna margir einstaklingarnir sem eru einkennalausir um langan tíma þrátt fyrir að vera komnir með skerðingu á lungnastarfsemi og það er algengur misskilningur að ef ekkert heyrist við hlustun eða sjáist jafnvel á lungnamynd sé allt saman í himnalagi. Öndunarprófið er næmasta greiningartólið og afar mikilvægt að allir þeir sem reykja fari í slíka mælingu reglubundið, en slíkt á einnig við um þá sem starfa í iðnaði sem þekkt er að geti valdið lungnaskaða. Því eru framkvæmd reglubundin öndunarpróf til að meta einkenni og hugsanlega versnun sem einstaklingurinn er ekki farinn að átta sig á sjálfur til að geta brugðist við og lagað aðstæður viðkomandi til hins betra og fært hann til í starfi. Reykingavarnir eru verulega mikilvægar, ekki síst hjá þessum hópi fólks. Það er því sárgrætilegt að við skulum enn horfa upp á það að fullorðið fólk sem hefur enga afsökun sé enn að reykja í þessum hlutföllum sem fram kemur í könnun Embættis Landlæknis. Ekki skal gert lítið úr þeirri fíkn sem tóbakið er né heldur vandkvæðunum við að losna undan því en betur má ef duga skal. Við erum að horfa fram á þúsundir einstaklinga hérlendis sem þurfa í framtíðinni umtalsverða aðstoð í formi súrefnis, lyfja og aðgerða vegna einkenna sinna og reykingatengdra sjúkdóma með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem og samfélagið. Þá er ekki búið að minnast á vinnutap, snemmbæra örorku og skerðingu á starfsgetu. Öndum því djúpt og tökum á þessum vanda, hættið að reykja!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun