Dóttirin Franziska Una í einu hlutverkanna Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Dagur Kári og Franziska Una. Mynd/Stefán „Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira