123.000 á mánuði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Alls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðarlaunum karla og kvenna hér á landi í fyrra samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hverju þetta sætir en hefðbundna skýringin er sú að karlar vinni frekar eftirvinnu, sækist frekar eftir ábyrgðarstöðum sem gefa meira í vasann og að konur séu fjölmennari í láglaunastéttum. Þessa skýringu þylur hver upp eftir öðrum eins og óumbreytanlegt guðspjall og enginn verulegur áhugi virðist vera á því að grafast fyrir um rætur vandans og hólfa nákvæmlega niður hvar hann liggur, hvað þá bæta úr honum. Launajafnrétti hefur verið yfirlýst stefna Evrópuríkja, og þar á meðal Íslands, síðan árið 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Í rannsókn Hagstofunnar virðist ekki hafa verið lögð áhersla á að skoða sérstaklega hvort sú regla er brotin, eða yfir höfuð hvað valdi þessum mun í raun. Hann skýrist ekki alfarið af yfirvinnu og hálaunastörfum karla eins og sést á því að regluleg laun kvenna, án yfirvinnu, eru 69.000 krónum lægri en karla. Eigum við ekki heimtingu á að fá að vita hvers vegna? Umræðan um jafnrétti kynjanna snýst um að setja í lög jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, fjölga konum í framlínu stjórnmálanna og telja kynfæri þátttakenda í umræðuþáttum í sjónvarpi og á síðum blaðanna. Allt góðra gjalda vert en kemur þeim konum sem ekki eiga möguleika á að framfleyta sér af launum sínum að afskaplega litlu haldi. Fleiri konur í hálaunastöðum myndu vissulega hækka meðaltalið fyrir laun kvenna en um leið skekkja myndina enn frekar, þar sem hærri laun nokkurra kvenna myndu hjálpa til við að fela þann vanda sem láglaunastefna fyrir „kvennastörf“ felur í sér. Grundvöllur þess að við getum byrjað að tala um jafnrétti í raun hlýtur að vera að konur jafnt sem karlar njóti þeirra lágmarksmannréttinda að geta séð fyrir sér. Sú viðtekna venja að kvennastéttir séu láglaunastéttir sendir skýr skilaboð: konur þurfa ekki jafnhá laun og karlar þar sem þeir eru enn þann dag í dag álitnir fyrirvinnur heimilanna. Konur geta bara gjört svo vel að vera komnar „upp á einhvern déskotans draumaprins“, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það, ef þær vilja lifa mannsæmandi lífi. Annað skáld, Virginia Woolf, benti á það strax árið 1929 að til þess að geta stundað ritstörf þyrftu konur að vera fjárhagslega sjálfstæðar og það á ekki bara við um skriftir heldur öll önnur störf enn þann dag í dag. Sú tilfinning að vera ekki matvinnungur dregur úr sjálfsvirðingu og eykur á minnimáttarkennd. Jafnvel þótt konunni takist nú að tóra af laununum sínum situr hún uppi með þau skilaboð að hversu vel sem hún standi sig í starfi sé vinnuframlag hennar minna virði en karlkyns starfsfélaga. Það er merkilegt hversu lítið rúm þetta misrétti fær í opinberri umræðu. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylking og Vinstri græn, stæra sig af því að vera kvenfrelsisflokkar með tilheyrandi fléttulistum og öðrum sýndartilfæringum í þágu kvenna en þegja þunnu hljóði um það gat í kvenfrelsisbaráttunni sem launamisréttið felur í sér. Það getur enginn orðið frjáls sem þarf á aðstoð annars að halda við að sjá sér farborða og á meðan þetta misrétti lifir góðu lífi er tómt mál að tala um kynjajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Alls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðarlaunum karla og kvenna hér á landi í fyrra samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hverju þetta sætir en hefðbundna skýringin er sú að karlar vinni frekar eftirvinnu, sækist frekar eftir ábyrgðarstöðum sem gefa meira í vasann og að konur séu fjölmennari í láglaunastéttum. Þessa skýringu þylur hver upp eftir öðrum eins og óumbreytanlegt guðspjall og enginn verulegur áhugi virðist vera á því að grafast fyrir um rætur vandans og hólfa nákvæmlega niður hvar hann liggur, hvað þá bæta úr honum. Launajafnrétti hefur verið yfirlýst stefna Evrópuríkja, og þar á meðal Íslands, síðan árið 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Í rannsókn Hagstofunnar virðist ekki hafa verið lögð áhersla á að skoða sérstaklega hvort sú regla er brotin, eða yfir höfuð hvað valdi þessum mun í raun. Hann skýrist ekki alfarið af yfirvinnu og hálaunastörfum karla eins og sést á því að regluleg laun kvenna, án yfirvinnu, eru 69.000 krónum lægri en karla. Eigum við ekki heimtingu á að fá að vita hvers vegna? Umræðan um jafnrétti kynjanna snýst um að setja í lög jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, fjölga konum í framlínu stjórnmálanna og telja kynfæri þátttakenda í umræðuþáttum í sjónvarpi og á síðum blaðanna. Allt góðra gjalda vert en kemur þeim konum sem ekki eiga möguleika á að framfleyta sér af launum sínum að afskaplega litlu haldi. Fleiri konur í hálaunastöðum myndu vissulega hækka meðaltalið fyrir laun kvenna en um leið skekkja myndina enn frekar, þar sem hærri laun nokkurra kvenna myndu hjálpa til við að fela þann vanda sem láglaunastefna fyrir „kvennastörf“ felur í sér. Grundvöllur þess að við getum byrjað að tala um jafnrétti í raun hlýtur að vera að konur jafnt sem karlar njóti þeirra lágmarksmannréttinda að geta séð fyrir sér. Sú viðtekna venja að kvennastéttir séu láglaunastéttir sendir skýr skilaboð: konur þurfa ekki jafnhá laun og karlar þar sem þeir eru enn þann dag í dag álitnir fyrirvinnur heimilanna. Konur geta bara gjört svo vel að vera komnar „upp á einhvern déskotans draumaprins“, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það, ef þær vilja lifa mannsæmandi lífi. Annað skáld, Virginia Woolf, benti á það strax árið 1929 að til þess að geta stundað ritstörf þyrftu konur að vera fjárhagslega sjálfstæðar og það á ekki bara við um skriftir heldur öll önnur störf enn þann dag í dag. Sú tilfinning að vera ekki matvinnungur dregur úr sjálfsvirðingu og eykur á minnimáttarkennd. Jafnvel þótt konunni takist nú að tóra af laununum sínum situr hún uppi með þau skilaboð að hversu vel sem hún standi sig í starfi sé vinnuframlag hennar minna virði en karlkyns starfsfélaga. Það er merkilegt hversu lítið rúm þetta misrétti fær í opinberri umræðu. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylking og Vinstri græn, stæra sig af því að vera kvenfrelsisflokkar með tilheyrandi fléttulistum og öðrum sýndartilfæringum í þágu kvenna en þegja þunnu hljóði um það gat í kvenfrelsisbaráttunni sem launamisréttið felur í sér. Það getur enginn orðið frjáls sem þarf á aðstoð annars að halda við að sjá sér farborða og á meðan þetta misrétti lifir góðu lífi er tómt mál að tala um kynjajafnrétti.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun