Sólgleraugu allt árið 18. apríl 2013 07:00 María Hlín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Augans í Kringlunni. Mynd/Stefán Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“ Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira