Ósagðar sögur Vestmannaeyjagossins Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson undirbúa mynd um Vestmannaeyjagosið þar sem áður ósagðar sögur koma fram. Mynd/Óskar Pétur „Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira