Fékk eftirsótt sumarstarf hjá Kishimoto 6. júní 2013 07:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir sótti um starfsnám hjá Eley Kishimoto og fékk starfið. Hún hlakkar til að hitta hönnuðina og vonast til að reynslan nýtist vel í framtíðinni. „Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún. HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún.
HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning