Hégómi, hrörnun og hamingjan Teitur Guðmundsson skrifar 11. júní 2013 00:01 Þegar við förum að eldast finnum við meira fyrir ýmsum hlutum sem áður höfðu litla sem enga þýðingu fyrir okkur. Á ákveðnum aldri er maður óstöðvandi, fullur af orku og stöðugt að læra eitthvað nýtt, en í kjölfarið byrjum við að hrörna smám saman og förum að bera þess merki. Yfirleitt er líkaminn á undan sálartetrinu, við þekkjum þær frásagnir að fólki finnst það enn vera í kringum tvítugt þrátt fyrir að vera orðið umtalsvert og jafnvel margfalt eldra, sérstaklega ef það er enn hraust og virkt. Við viljum ekki verða gömul því okkur finnst það enn að einhverju leyti vera ósigur, við erum í baráttu sem við getum ekki unnið og sumir verða svo uppteknir af því að stöðva framgang öldrunar að það beinlínis leggst á sálina á þeim. Þannig er ferlinu líklega hraðað umtalsvert því þekkt er að streita og vanlíðan hefur neikvæð áhrif á okkur í margvíslegum skilningi og á þessum vettvangi hraðar slík líðan vafalaust öldrun. Ytra áreiti, þrýstingur og staðalímyndir minna okkur á það dags daglega hvernig við „eigum“ að líta út og það er stanslaus áróður sem þessi sem hefur skapað þá útlitsdýrkun sem við þekkjum í dag sem raunverulegt vandamál. Andlega sjúkdóma eins og kvíða, þunglyndi, átraskanir og marga fleiri má eflaust túlka sem afleiðingar og þeir leggjast bæði á stráka og stelpur. Það hefur býsna margt verið reynt til að sporna gegn þessari þróun og fá börn og unglinga sem eru hvað mest í mótun til að átta sig á fleiri gildum en útliti einu saman. Okkur gengur ekkert sérstaklega vel sýnist mér og hef ég raunverulegar áhyggjur. Við fullorðna fólkið erum auðvitað ákveðnar fyrirmyndir, en það sem hefur sýnt sig er að svokallaðar stjörnur og fræga fólkið hafa mun meiri áhrif en okkur gæti órað fyrir í bæði jákvæðum og neikvæðum skilningi. Skemmtanaiðnaðurinn Rétt til að árétta vægi skemmtanaiðnaðarins á mótun atferlis og umræðu má benda á þá umfjöllun á heimsvísu sem brottnám brjósta Angelinu Jolie vakti, en fjöldamargar konur hafa gengist undir slíka aðgerð á undan henni og læknavísindin hafa stundað þessa meðferð um nokkurt skeið án þess að nokkur hafi raunverulega sýnt því áhuga á slíkum skala sem brjóstin hennar vöktu. Sama gildir um meint munnmök Michael Douglas í samhengi við krabbamein sem hann fékk í munnhol. Þar er þróun sem við höfum fylgst með lengi víða um heiminn og er vel þekkt, en það virðist þurfa einhvern frægan til að almenningur og fjölmiðlar nenni að fjalla um slík málefni. Við getum með sama hætti heimfært hegðun, klæðaburð, talsmáta og margt fleira yfir á það sem stjörnurnar leggja á borð fyrir börnin og unglingana okkar og móta þannig hegðun þeirra. En fullorðna fólkið margt hvert er engu betra í raun, það eltist við æskuna, af mismikilli áfergju þó, í fullkominni minnimáttarkennd fyrir hinu óumflýjanlega, nefnilega því að eldast og hrörna. Öll vildum við geta stöðvað eða hægt á þeirri þróun og eru til óendanlega margar bækur, kvikmyndir og annað efni þar sem spilað er með þá hugsun að geta stýrt öldruninni. Til skamms tíma voru það mestmegnis konur sem létu lagfæra útlit sitt, en í dag er talsverður fjöldi karla sem leitar til lýtalækna í þeim sama tilgangi. Mjög mikið er selt af efnum til að draga úr öldrun húðarinnar eins og krem eða töflur, talsvert sprautað einnig, skorið og togað til með einum eða öðrum hætti. Minna er gert af því að huga að hinum innri manni eða konu í sama tilliti, því miður, enda árangurinn ekki alveg eins sýnilegur auðvitað.Lífsgleði og hamingja Það eru því miður engar töfralausnir til í þessu efni, en þó er algerlega ljóst að ef einstaklingurinn er í andlegu ójafnvægi þá mun hann eldast hraðar en sá sem er lífsglaður og hamingjusamur. Ef viðkomandi reykir mun hann skemma húðina sína meira og hraðar en nokkurt krem eða botox mun geta lagað. Þá er ekki horft til innri líffæra eins og lungna, hjarta og æðakerfis sem öll eldast hraðar og skemmast fyrr hjá þeim sem reykja. Ekki má gleyma ristruflunum og getuleysi bæði karla og kvenna sem fylgir oftsinnis í kjölfarið. Ég þarf varla að minnast á offituna, hreyfingarleysið og óhollt mataræði í þessu samhengi því það er svo augljóst. Hið merkilega er að fólk tengir öldrun ótrúlega mikið við útlit, minni og kyngetu en það er bara svo miklu miklu meira sem kemur til. Temdu þér því holla lífshætti, settu sjálfan þig í forgang, láttu þér líða vel og í öllum bænum hættu að reykja ef þú gerir það! Þessar einföldu reglur munu spara þér mikla peninga í framtíðinni sem þú gætir notað í eitthvað annað og skemmtilegra og þær munu sennilega lengja lífið og bæta það umtalsvert. Láttu hégómann ekki ná tökum á þér, njóttu þess að eldast því það mun fara þér betur og eyddu orku þinni í það að vera hamingjusamur, þú getur nefnilega ráðið því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar við förum að eldast finnum við meira fyrir ýmsum hlutum sem áður höfðu litla sem enga þýðingu fyrir okkur. Á ákveðnum aldri er maður óstöðvandi, fullur af orku og stöðugt að læra eitthvað nýtt, en í kjölfarið byrjum við að hrörna smám saman og förum að bera þess merki. Yfirleitt er líkaminn á undan sálartetrinu, við þekkjum þær frásagnir að fólki finnst það enn vera í kringum tvítugt þrátt fyrir að vera orðið umtalsvert og jafnvel margfalt eldra, sérstaklega ef það er enn hraust og virkt. Við viljum ekki verða gömul því okkur finnst það enn að einhverju leyti vera ósigur, við erum í baráttu sem við getum ekki unnið og sumir verða svo uppteknir af því að stöðva framgang öldrunar að það beinlínis leggst á sálina á þeim. Þannig er ferlinu líklega hraðað umtalsvert því þekkt er að streita og vanlíðan hefur neikvæð áhrif á okkur í margvíslegum skilningi og á þessum vettvangi hraðar slík líðan vafalaust öldrun. Ytra áreiti, þrýstingur og staðalímyndir minna okkur á það dags daglega hvernig við „eigum“ að líta út og það er stanslaus áróður sem þessi sem hefur skapað þá útlitsdýrkun sem við þekkjum í dag sem raunverulegt vandamál. Andlega sjúkdóma eins og kvíða, þunglyndi, átraskanir og marga fleiri má eflaust túlka sem afleiðingar og þeir leggjast bæði á stráka og stelpur. Það hefur býsna margt verið reynt til að sporna gegn þessari þróun og fá börn og unglinga sem eru hvað mest í mótun til að átta sig á fleiri gildum en útliti einu saman. Okkur gengur ekkert sérstaklega vel sýnist mér og hef ég raunverulegar áhyggjur. Við fullorðna fólkið erum auðvitað ákveðnar fyrirmyndir, en það sem hefur sýnt sig er að svokallaðar stjörnur og fræga fólkið hafa mun meiri áhrif en okkur gæti órað fyrir í bæði jákvæðum og neikvæðum skilningi. Skemmtanaiðnaðurinn Rétt til að árétta vægi skemmtanaiðnaðarins á mótun atferlis og umræðu má benda á þá umfjöllun á heimsvísu sem brottnám brjósta Angelinu Jolie vakti, en fjöldamargar konur hafa gengist undir slíka aðgerð á undan henni og læknavísindin hafa stundað þessa meðferð um nokkurt skeið án þess að nokkur hafi raunverulega sýnt því áhuga á slíkum skala sem brjóstin hennar vöktu. Sama gildir um meint munnmök Michael Douglas í samhengi við krabbamein sem hann fékk í munnhol. Þar er þróun sem við höfum fylgst með lengi víða um heiminn og er vel þekkt, en það virðist þurfa einhvern frægan til að almenningur og fjölmiðlar nenni að fjalla um slík málefni. Við getum með sama hætti heimfært hegðun, klæðaburð, talsmáta og margt fleira yfir á það sem stjörnurnar leggja á borð fyrir börnin og unglingana okkar og móta þannig hegðun þeirra. En fullorðna fólkið margt hvert er engu betra í raun, það eltist við æskuna, af mismikilli áfergju þó, í fullkominni minnimáttarkennd fyrir hinu óumflýjanlega, nefnilega því að eldast og hrörna. Öll vildum við geta stöðvað eða hægt á þeirri þróun og eru til óendanlega margar bækur, kvikmyndir og annað efni þar sem spilað er með þá hugsun að geta stýrt öldruninni. Til skamms tíma voru það mestmegnis konur sem létu lagfæra útlit sitt, en í dag er talsverður fjöldi karla sem leitar til lýtalækna í þeim sama tilgangi. Mjög mikið er selt af efnum til að draga úr öldrun húðarinnar eins og krem eða töflur, talsvert sprautað einnig, skorið og togað til með einum eða öðrum hætti. Minna er gert af því að huga að hinum innri manni eða konu í sama tilliti, því miður, enda árangurinn ekki alveg eins sýnilegur auðvitað.Lífsgleði og hamingja Það eru því miður engar töfralausnir til í þessu efni, en þó er algerlega ljóst að ef einstaklingurinn er í andlegu ójafnvægi þá mun hann eldast hraðar en sá sem er lífsglaður og hamingjusamur. Ef viðkomandi reykir mun hann skemma húðina sína meira og hraðar en nokkurt krem eða botox mun geta lagað. Þá er ekki horft til innri líffæra eins og lungna, hjarta og æðakerfis sem öll eldast hraðar og skemmast fyrr hjá þeim sem reykja. Ekki má gleyma ristruflunum og getuleysi bæði karla og kvenna sem fylgir oftsinnis í kjölfarið. Ég þarf varla að minnast á offituna, hreyfingarleysið og óhollt mataræði í þessu samhengi því það er svo augljóst. Hið merkilega er að fólk tengir öldrun ótrúlega mikið við útlit, minni og kyngetu en það er bara svo miklu miklu meira sem kemur til. Temdu þér því holla lífshætti, settu sjálfan þig í forgang, láttu þér líða vel og í öllum bænum hættu að reykja ef þú gerir það! Þessar einföldu reglur munu spara þér mikla peninga í framtíðinni sem þú gætir notað í eitthvað annað og skemmtilegra og þær munu sennilega lengja lífið og bæta það umtalsvert. Láttu hégómann ekki ná tökum á þér, njóttu þess að eldast því það mun fara þér betur og eyddu orku þinni í það að vera hamingjusamur, þú getur nefnilega ráðið því!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun