Handbolti

Fjölskyldan gríðarlega stolt af Óla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson var að sjálfsögðu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið er bróðir hans, Ólafur, var kvaddur eftir frábæran feril með íslenska handboltalandsliðinu. Viðtökurnar sem Ólafur fékk voru magnaðar og Jón Arnór var vitanlega stoltur af sínum manni.

„Ég fékk gæsahúð,“ segir hann. „Ég er þakklátur fyrir að hafa verið á staðnum og við í fjölskyldunni erum auðvitað alveg gríðarlega stolt af honum. Hann er magnaður íþróttamaður en líka góður strákur, eins og flestir vita.“

Ólafur sagðist eftir leik ekki ætla að spila með Val í N1-deild karla á næsta tímabili, en hann verður þá þjálfari liðsins. „Það sást vel í leiknum gegn Rúmeníu að keppnisskapið og löngunin er enn til staðar. Það er örugglega erfitt fyrir hann að hætta og ég væri ekki hissa ef hann myndi rífa fram táskóna og spila með Val.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×