Tilda Swinton mætir á All Tomorrow's Parties Sara McMahon skrifar 20. júní 2013 09:00 Tilda Swinton óskaði sérstaklega eftir því að fá að taka þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties sem fram fer í Keflavík þann 28. til 29. júní næstkomandi. Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir komu hennar auka umtal um hátíðina til muna. Nordicphotos/getty „Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu. ATP í Keflavík Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu.
ATP í Keflavík Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”