Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Stígur Helgason skrifar 12. júlí 2013 08:45 Stefán Logi Sívarsson, skeljagrandabróðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira