Vegabréf fyrir álfa Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. júlí 2013 08:00 Einu sinni spurði bandarísk kona sem ég hitti í flugvél á leið til Bandaríkjanna mig að því hvort við Íslendingar gæfum út vegabréf fyrir álfa og huldufólk. Hún hafði dvalið á Íslandi í fáeina daga, ferðast svolítið um landið og hafði kynnst landi og þjóð nokkuð vel, taldi hún. Henni virtist full alvara með spurningunni. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara. Einhvern veginn buðu aðstæður ekki upp á að málinu yrði slegið upp í grín, sem var náttúrulega hið rökrétta framhald. Henni fannst við sveitó. Ég reyndi þess vegna að gera henni grein fyrir að trúin á álfa og huldufólk hefði sannarlega verið nokkuð útbreidd í gamla daga, fyrir tíma rafmagnsins, en aldrei svo sterk, að handanheimafólk hefði verið skráð í þjóðskrá, sem væri skilyrði fyrir því að fá vegabréf. Það olli henni vonbrigðum – henni fannst við eiginlega beita þessar verur órétti. En vegna þess að þetta var afskaplega hugguleg kona og virtist alls enginn rugludallur hefur mér oft orðið hugsað til þessa samtals. Kannski var þetta sagt í einhverjum hálfkæringi, það hlýtur eiginlega að vera, en grunntónninn var ákveðinn – þessu fylgdi einhver alvara. Hvaða mynd af Íslandi og Íslendingum festist í kolli fólks sem heimsækir landið? Þær eru auðvitað margar en þetta er greinilega ein þeirra. Mér finnst þetta svolítið skemmtileg mynd. Hún sýnir að sennilega skiptir veruleikinn litlu máli þegar ferðafólk raðar saman mynd af landi og þjóð. Auðvitað á það líka við um okkur þegar við ferðumst til útlanda. Líklega getum við sjálf að miklu leyti gefið tóninn án tilvísunar í nokkuð handfast. Ég legg samt til, að við verðum heiðarleg í landkynningu og reynum að festa í sessi myndina af því hvað við erum dásamlega sveitó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun
Einu sinni spurði bandarísk kona sem ég hitti í flugvél á leið til Bandaríkjanna mig að því hvort við Íslendingar gæfum út vegabréf fyrir álfa og huldufólk. Hún hafði dvalið á Íslandi í fáeina daga, ferðast svolítið um landið og hafði kynnst landi og þjóð nokkuð vel, taldi hún. Henni virtist full alvara með spurningunni. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara. Einhvern veginn buðu aðstæður ekki upp á að málinu yrði slegið upp í grín, sem var náttúrulega hið rökrétta framhald. Henni fannst við sveitó. Ég reyndi þess vegna að gera henni grein fyrir að trúin á álfa og huldufólk hefði sannarlega verið nokkuð útbreidd í gamla daga, fyrir tíma rafmagnsins, en aldrei svo sterk, að handanheimafólk hefði verið skráð í þjóðskrá, sem væri skilyrði fyrir því að fá vegabréf. Það olli henni vonbrigðum – henni fannst við eiginlega beita þessar verur órétti. En vegna þess að þetta var afskaplega hugguleg kona og virtist alls enginn rugludallur hefur mér oft orðið hugsað til þessa samtals. Kannski var þetta sagt í einhverjum hálfkæringi, það hlýtur eiginlega að vera, en grunntónninn var ákveðinn – þessu fylgdi einhver alvara. Hvaða mynd af Íslandi og Íslendingum festist í kolli fólks sem heimsækir landið? Þær eru auðvitað margar en þetta er greinilega ein þeirra. Mér finnst þetta svolítið skemmtileg mynd. Hún sýnir að sennilega skiptir veruleikinn litlu máli þegar ferðafólk raðar saman mynd af landi og þjóð. Auðvitað á það líka við um okkur þegar við ferðumst til útlanda. Líklega getum við sjálf að miklu leyti gefið tóninn án tilvísunar í nokkuð handfast. Ég legg samt til, að við verðum heiðarleg í landkynningu og reynum að festa í sessi myndina af því hvað við erum dásamlega sveitó.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun