Með fiðrildi í maga af spennu Sólveig Gísladóttir skrifar 19. júlí 2013 12:00 Þóra með vini sínum Steinari frá Sámsstöðum sem hún keppti á í fjórgangi í gær. Mynd/Auðunn Níelsson Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum er haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri um helgina. 99 krakkar keppa á mótinu á 242 hestum. Þeirra á meðal er Þóra Höskuldsdóttir 16 ára Akureyrarmær. „Ég er að keppa í fimm greinum á fjórum hestum,“ segir Þóra glaðlega en hún hóf keppni í fjórgangi í gær og á eftir að keppa í tölti, fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.En stefnir þú á sigur? „Auðvitað vonast maður eftir sigri en keppendur eru rosalega margir og góðir, við erum allt upp í 40 í hverjum flokki,“ svarar Þóra sem segist þó vera með mjög fína hesta á sínum snærum. „Ég gæti alveg unnið en þá þarf líka allt að smella saman, hesturinn, skapið hjá þeim og mér, einbeitingin og dagsformið.“ Þóra er mjög spennt fyrir mótinu. „Það er alltaf skemmtilegt að keppa. Maður sofnar reyndar með fiðrildi í maganum af spennu en það er bara gaman,“ segir Þóra sem hefur ekki keppt á Íslandsmóti áður. „Mótið hefur ekki verið haldið á Akureyri lengi og það er dýrt að flytja marga hesta landshorna á milli,“ segir Þóra. Hún hefur þó keppt á fjölmörgum mótum frá unga aldri á Norðurlandi, enda hefur hún alist upp umkringd dýrum. „Pabbi er tamningamaður og mamma er dýralæknir. Hesthúsið og dýralæknastofan eru í sömu byggingu og í sumar vinn ég hálfan daginn hjá mömmu og við tamningar hjá pabba seinnipartinn,“ upplýsir Þóra sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor, ætlar í MA í haust en framtíðaráætlanirnar snúast um dýralæknisfræði. Hestamennskan á þó einnig hug hennar allan og í henni hefur hún kynnst góðum hópi vina. Í hestamannafélaginu Létti er þéttur hópur unglinga sem hefur keppt sín á milli á innanfélagsmótum frá unga aldri. Þóra segir vinskapinn ekki líða fyrir keppnisskapið. „Við erum svo sjóuð í þessu, erum góðir vinir og förum ekkert í fýlu þau einhver annar vinni. Svo má maður ekki gefast upp heldur verður maður bara að reyna aftur næst,“ segir þessi skelegga Akureyrarmær og leggur á næsta hest. Hestar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum er haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri um helgina. 99 krakkar keppa á mótinu á 242 hestum. Þeirra á meðal er Þóra Höskuldsdóttir 16 ára Akureyrarmær. „Ég er að keppa í fimm greinum á fjórum hestum,“ segir Þóra glaðlega en hún hóf keppni í fjórgangi í gær og á eftir að keppa í tölti, fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.En stefnir þú á sigur? „Auðvitað vonast maður eftir sigri en keppendur eru rosalega margir og góðir, við erum allt upp í 40 í hverjum flokki,“ svarar Þóra sem segist þó vera með mjög fína hesta á sínum snærum. „Ég gæti alveg unnið en þá þarf líka allt að smella saman, hesturinn, skapið hjá þeim og mér, einbeitingin og dagsformið.“ Þóra er mjög spennt fyrir mótinu. „Það er alltaf skemmtilegt að keppa. Maður sofnar reyndar með fiðrildi í maganum af spennu en það er bara gaman,“ segir Þóra sem hefur ekki keppt á Íslandsmóti áður. „Mótið hefur ekki verið haldið á Akureyri lengi og það er dýrt að flytja marga hesta landshorna á milli,“ segir Þóra. Hún hefur þó keppt á fjölmörgum mótum frá unga aldri á Norðurlandi, enda hefur hún alist upp umkringd dýrum. „Pabbi er tamningamaður og mamma er dýralæknir. Hesthúsið og dýralæknastofan eru í sömu byggingu og í sumar vinn ég hálfan daginn hjá mömmu og við tamningar hjá pabba seinnipartinn,“ upplýsir Þóra sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor, ætlar í MA í haust en framtíðaráætlanirnar snúast um dýralæknisfræði. Hestamennskan á þó einnig hug hennar allan og í henni hefur hún kynnst góðum hópi vina. Í hestamannafélaginu Létti er þéttur hópur unglinga sem hefur keppt sín á milli á innanfélagsmótum frá unga aldri. Þóra segir vinskapinn ekki líða fyrir keppnisskapið. „Við erum svo sjóuð í þessu, erum góðir vinir og förum ekkert í fýlu þau einhver annar vinni. Svo má maður ekki gefast upp heldur verður maður bara að reyna aftur næst,“ segir þessi skelegga Akureyrarmær og leggur á næsta hest.
Hestar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira