Ég, fréttabarnið Stígur Helgason skrifar 19. júlí 2013 07:00 Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort „aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára. Blaðakonan fyrrverandi stillti sig um að nota hnjóðsyrði sem uppfinningasamir áhugamenn um íslenska fjölmiðla smíðuðu ekki alls fyrir löngu og sést nú æ oftar í umræðunni: „Fréttabörn.“ Uppruni orðsins er ekki þekktur en það er mest notað á bloggvefjum tveggja fyrrverandi fréttajöfra sem hafa sterkar skoðanir á deginum og veginum og finnst fáir standast þeim snúning í stíl og almennri snilligáfu. Orðið lepja svo kommentörar fréttavefja upp eftir þeim linnulítið. Fréttabarnið, samkvæmt óformlegri skilgreiningu, er óþroskað, ekki á pari við gömlu meistarana, kann ekki íslensku og þekkir ekkert til umheimsins. Og er auðvitað ungt. Það er varla furða að fólk óttist að ungviðið sé að ná fótfestu í íslenskri blaðamennsku. Nema að þetta barnalega uppnefni er tómt rugl. Ég hef, þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, öðlast ríflega sjö og hálfs árs reynslu af fjölmiðlastörfum og hún hefur kennt mér að það er síður en svo bein fylgni á milli aldurs fréttamanna og gæða. Margt hæfileikaríkasta fólk sem ég hef kynnst í þessum bransa er kornungt – jafnvel mun yngra en ég. Og vel að merkja; Eiður Guðnason hóf sjálfur störf á dagblaði 23 ára – 28 ára var hann orðinn ritstjórnarfulltrúi. Jónas Kristjánsson varð fréttastjóri Vísis 24 ára og ritstjóri 26 ára. En þeir voru auðvitað óvenjubráðgerir og miklir yfirburðamenn. Það er eins og þessir höfðingjar haldi að vond blaðamennska hafi fyrst orðið til um það leyti sem þeir hættu sjálfir afskiptum af henni. Ég get fullvissað þá um að svo er ekki. Eins og er oft heilmikið til í aðfinnslum þeirra þá hefðu þær líklega mun meiri áhrif ef þær væru ekki svona yfirlætisfullar og dónalegar. Allt fjas um „fréttabörn“ er til óþurftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort „aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára. Blaðakonan fyrrverandi stillti sig um að nota hnjóðsyrði sem uppfinningasamir áhugamenn um íslenska fjölmiðla smíðuðu ekki alls fyrir löngu og sést nú æ oftar í umræðunni: „Fréttabörn.“ Uppruni orðsins er ekki þekktur en það er mest notað á bloggvefjum tveggja fyrrverandi fréttajöfra sem hafa sterkar skoðanir á deginum og veginum og finnst fáir standast þeim snúning í stíl og almennri snilligáfu. Orðið lepja svo kommentörar fréttavefja upp eftir þeim linnulítið. Fréttabarnið, samkvæmt óformlegri skilgreiningu, er óþroskað, ekki á pari við gömlu meistarana, kann ekki íslensku og þekkir ekkert til umheimsins. Og er auðvitað ungt. Það er varla furða að fólk óttist að ungviðið sé að ná fótfestu í íslenskri blaðamennsku. Nema að þetta barnalega uppnefni er tómt rugl. Ég hef, þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, öðlast ríflega sjö og hálfs árs reynslu af fjölmiðlastörfum og hún hefur kennt mér að það er síður en svo bein fylgni á milli aldurs fréttamanna og gæða. Margt hæfileikaríkasta fólk sem ég hef kynnst í þessum bransa er kornungt – jafnvel mun yngra en ég. Og vel að merkja; Eiður Guðnason hóf sjálfur störf á dagblaði 23 ára – 28 ára var hann orðinn ritstjórnarfulltrúi. Jónas Kristjánsson varð fréttastjóri Vísis 24 ára og ritstjóri 26 ára. En þeir voru auðvitað óvenjubráðgerir og miklir yfirburðamenn. Það er eins og þessir höfðingjar haldi að vond blaðamennska hafi fyrst orðið til um það leyti sem þeir hættu sjálfir afskiptum af henni. Ég get fullvissað þá um að svo er ekki. Eins og er oft heilmikið til í aðfinnslum þeirra þá hefðu þær líklega mun meiri áhrif ef þær væru ekki svona yfirlætisfullar og dónalegar. Allt fjas um „fréttabörn“ er til óþurftar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun