Það á að rigna á þig! Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 07:00 Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun
Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“