Eitt prósent einstaklinga er kynlaust Sigga Dögg skrifar 25. júlí 2013 10:00 Eitt prósent einstaklinga er kynlaust en lítið er vitað um þennan hóp fólks. nordicphotos/getty Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar. Sigga Dögg Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar.
Sigga Dögg Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira