Eitt prósent einstaklinga er kynlaust Sigga Dögg skrifar 25. júlí 2013 10:00 Eitt prósent einstaklinga er kynlaust en lítið er vitað um þennan hóp fólks. nordicphotos/getty Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar. Sigga Dögg Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar.
Sigga Dögg Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira