Gefur út hárgreiðslubók fyrir ungar stúlkur Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:15 Bók Theodóru, Hárið, sló algjörlega í gegn hjá ungum stúlkum. fréttablaðið/arnþór „Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira