Hötum fortíðina Halldór Halldórsson skrifar 14. ágúst 2013 22:17 Það er ekkert verra en að hlusta á einhvern mæra eitthvað gamalt. Allt sem er nýtt er betra en það sem er gamalt. Denzel Washington er miklu betri leikari en Sir Laurence Olivier, Mike Tyson hefði getað lamið Muhammed Ali með annarri og Pelé kæmist varla í liðið hjá Ungmennafélaginu Magna á Grenivík. Fyrir utan hvað fortíðarþrá er hvimleið og þreytandi, er hún fyrst og fremst hættuleg. Nostalgía er ógn við íslenskt samfélag. Hún upphefur gamla þvælu á kostnað þess sem við vitum að er rétt. Óumdeilanlega er þjóðin föst í greipum manna sem komast ekki yfir þá staðreynd að Ísland varð ekki að bændasamfélagi. Þá er ég ekki að tala um þjóðmenningartuðið í forsætisráðherra, heldur regluverk og venjur sem miða að því að mylja undir dauðadæmdan bissness og óhæfa búskussa. Og þetta nær lengra. Til dæmis eru hvalir veiddir, skornir og verkaðir í bullandi tapi í Hvalfirði. Einungis vegna þess að Kristján Loftsson verður klökkur af söknuði um gamla tíma þegar hann keyrir inn í fjörðinn, með Óðin Valdimarsson í botni, og sér dýrin dregin á land og flensarana með tungurnar úti. Þetta er eins og að halda úti eigin iðnaðarsafni fyrir mörg hundruð milljónir á ári – bara til þess að geta sofnað aðeins betur á kvöldin. Gamla Ísland er vonda Ísland, ljóta Ísland. Karla-Ísland þar sem menn í of stórum jakkafötum tóku ákvarðanir sem byggðu einungis á möntrunni „Velkominn í minn heim þar sem mínir hagsmunir eru öllu ofar“. Samfélag þar sem var fussað yfir þeim sem horfðu fram á veginn og beðið til guðs um að ástandið myndi ekki skána – heldur fyrir alla muni haldast eins. Gamla Ísland er hrætt um að samkynhneigð skemmi börn þess og að ferðamenn skemmi miðbæ þess. Að Evrópusambandið éti fisk þess og að Bandaríkjamenn sofi hjá konum þess. Með öðrum orðum, það er forpokað og ógeðslegt. Fortíðar-Ísland og fortíðin almennt er fyrirbæri sem við þurfum að hlæja að en ekki sakna. Við eigum ekki bara að setja hana inn á safn, heldur í búr, til að vera fullviss um að þessir andskotans draugar sleppi ekki út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er ekkert verra en að hlusta á einhvern mæra eitthvað gamalt. Allt sem er nýtt er betra en það sem er gamalt. Denzel Washington er miklu betri leikari en Sir Laurence Olivier, Mike Tyson hefði getað lamið Muhammed Ali með annarri og Pelé kæmist varla í liðið hjá Ungmennafélaginu Magna á Grenivík. Fyrir utan hvað fortíðarþrá er hvimleið og þreytandi, er hún fyrst og fremst hættuleg. Nostalgía er ógn við íslenskt samfélag. Hún upphefur gamla þvælu á kostnað þess sem við vitum að er rétt. Óumdeilanlega er þjóðin föst í greipum manna sem komast ekki yfir þá staðreynd að Ísland varð ekki að bændasamfélagi. Þá er ég ekki að tala um þjóðmenningartuðið í forsætisráðherra, heldur regluverk og venjur sem miða að því að mylja undir dauðadæmdan bissness og óhæfa búskussa. Og þetta nær lengra. Til dæmis eru hvalir veiddir, skornir og verkaðir í bullandi tapi í Hvalfirði. Einungis vegna þess að Kristján Loftsson verður klökkur af söknuði um gamla tíma þegar hann keyrir inn í fjörðinn, með Óðin Valdimarsson í botni, og sér dýrin dregin á land og flensarana með tungurnar úti. Þetta er eins og að halda úti eigin iðnaðarsafni fyrir mörg hundruð milljónir á ári – bara til þess að geta sofnað aðeins betur á kvöldin. Gamla Ísland er vonda Ísland, ljóta Ísland. Karla-Ísland þar sem menn í of stórum jakkafötum tóku ákvarðanir sem byggðu einungis á möntrunni „Velkominn í minn heim þar sem mínir hagsmunir eru öllu ofar“. Samfélag þar sem var fussað yfir þeim sem horfðu fram á veginn og beðið til guðs um að ástandið myndi ekki skána – heldur fyrir alla muni haldast eins. Gamla Ísland er hrætt um að samkynhneigð skemmi börn þess og að ferðamenn skemmi miðbæ þess. Að Evrópusambandið éti fisk þess og að Bandaríkjamenn sofi hjá konum þess. Með öðrum orðum, það er forpokað og ógeðslegt. Fortíðar-Ísland og fortíðin almennt er fyrirbæri sem við þurfum að hlæja að en ekki sakna. Við eigum ekki bara að setja hana inn á safn, heldur í búr, til að vera fullviss um að þessir andskotans draugar sleppi ekki út.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun