Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, mætir sínum gömlu félögum í Þór/KA í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu. Rakel er uppalin fyrir norðan og lék lengi vel með Þór/KA.
„Þessi leikur leggst mjög vel í mig, enda hef ég aldrei farið áður í bikarúrslit,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta verður eflaust nokkuð sérstakt fyrir mig þar sem ég er uppalinn á Akureyri og hef spilað nánast allan minn feril með andstæðingnum.“
Rakel yfirgaf Þór/KA fyrir síðasta tímabil og færði sig yfir til Blika. Þór/KA kom síðan á óvart og varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.
„Það var ekkert sérstaklega gaman að horfa á mína gömlu samherja hampa Íslandsmeistaratitlinum og það var í raun mjög erfiður tími fyrir mig persónulega. Ég stend samt sem áður á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir mig og minn feril sem knattspyrnumann.“
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag.
„Það að þessi leikur sé gegn mínum gömlu félögum gerir mig enn hungraðri til að vinna þennan titil. Liðið er vel undirbúið og leikmenn verulega spenntir fyrir leiknum.“
Erfiður tími fyrir mig persónulega
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn