Sjúga höku og sleikja tennur Sigga Dögg skrifar 5. september 2013 12:00 Góður koss er gulli betra. Nordicphotos/getty Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira