Satt og logið um streitu Teitur Guðmundsson skrifar 10. september 2013 08:55 Við þekkjum einstaklinginn sem andvarpar þegar hann kemur inn á fund, í kaffi meðal vinnufélaganna, eða heima fyrir. Kvartar um hausverk eða jafnvel svima og á stundum einhvern óljósan óróleika í líkamanum sem hann getur ekki lýst neitt nánar. Virkar þreyttur og ekki alveg með einbeitinguna í lagi, hefur líklega ekki sofið nógu vel. Þessi einstaklingur getur verið karl eða kona, það skiptir í sjálfu sér engu máli, en kvartanirnar geta verið örlítið mismunandi og þeir sem eru í kringum viðkomandi upplifa þær eins og ég lýsti hér að ofan. Karlmenn eiga þó frekar til að æsast upp eða vera stuttir í spuna en konur eru líklegri til að finna fyrir sveiflukenndri líðan. Líkamstjáningin segir allt sem segja þarf stundum og það virðist vanta gleði. Það er vel þekkt að langvarandi streita hefur áhrif á okkur í margvíslegu tilliti en það er líka býsna mörgu sem er klínt á hana sem á mögulega ekki alveg við rök að styðjast og ætla ég að tæpa á nokkrum atriðum. Streita er í raun ástand þar sem viðkomandi er ef kalla má í viðbragðsstöðu, það er aukin spenna og líkaminn breytir efnaskiptum sínum og framleiðir aukið magn streituhormóna og adrenalíns. Annars vegar er um að ræða eðlilegt viðbragð sem við þurfum til að bregðast við hættu, og þegar við verðum hrædd, til að koma okkur út úr aðstæðum eins og við gerðum forðum daga, hins vegar getur þetta viðbragð orðið langvinnt og þá veldur það skaða. Sumir segja að nútímamaðurinn þoli verr streitu en áður en áreiti hefur aukist til mikilla muna og er ekki sambærilegt því sem áður þekktist. Þar má nefna sérstaklega samskiptatækni og samgöngur sem gera það að verkum að við erum mun sveigjanlegri en við vorum áður og rannsóknir hafa sýnt að við þolum meira álag en áður í raun og veru, það getur engu að síður orðið of mikið.Greining streituvalda mikilvæg Önnur mýta sem er algeng er sú að við grennumst vegna streitu og álags, slíkt er beinlínis rangt enda hefur framleiðsla streituhormóna bein áhrif á sykurbúskap okkar og ýtir þess utan undir fitusöfnun, sérstaklega kviðfitu hjá körlum. Óreglulegur matartími og samsetning fæðu sem ítrekað er skyndibiti hefur einmitt áhrif til þyngdaraukningar. Það er gott að gefa sér tíma til að borða, og þá helst hollt! Því hefur verið haldið fram að þeir sem eldri eru þoli streitu verr en hinir yngri. Skoðun á þessu í t.d. Evrópu hefur leitt í ljós þveröfugar niðurstöður en þeir sem eru verst haldnir af streitu eru á aldursbilinu 40-45 ára, en hraðasta aukningin er í aldurshópi 20-35 ára. Samspil vinnu og einkalífs er mikið í umræðu hvað þessi atriði snertir og er vinnan oft talin bera ábyrgð á streitu einstaklinga, en það tengist ekki eingöngu vinnuálaginu sem slíku heldur virðast samskipti innan vinnustaðarins og möguleikar einstaklinga á að ráða við verkefni sín og að þau séu við hæfi vera mikilvægari þættir. Möguleikar á að vaxa í starfi og geta haft áhrif á það skipta miklu máli í að halda jafnvægi og draga úr streitu. Mjög algengt er að fólk telji að afslöppun hafi góð áhrif á það að losa streitu, há gildi streituhormóna og óróleiki kemur hins vegar í veg fyrir það og ætti því að leiðbeina um hreyfingu frekar en hvíld þegar mikið álag er á einstaklingum. Mikilvægt er að greina streituvalda og losa um þá sem frekast er kostur. Einstaklingar eru þarna mismunandi og finna mismikið fyrir streitu, en við vitum að áföll, missir og veikindi geta valdið miklum einkennum. Það sem ber einna helst að varast eru þessi litlu smáatriði sem valda spennu og streitu og viðhalda henni daglega með þeim afleiðingum sem við þekkjum og eru sannarlega að hafa áhrif á líkamann til skemmri og lengri tíma. Hið rétta er að krónískt álag hefur tilhneigingu til að hækka blóðþrýsting, auka líkur á sykursýki, valda meltingartruflunum, svefntruflunum, minnisskerðingu og síðast en ekki síst ýta undir andlega vanlíðan eins og þunglyndi og kvíða auk ýmissa annarra kvilla. Til að vinna gegn streitu kemur margt til en skipulag og tímastjórnun eru þar lykilatriði auk þess að fólk tjái sig og tali út um það sem því líður illa yfir. Almenn markmið um hollt líferni skipta auðvitað máli og eru ef kalla mætti grundvallaratriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Við þekkjum einstaklinginn sem andvarpar þegar hann kemur inn á fund, í kaffi meðal vinnufélaganna, eða heima fyrir. Kvartar um hausverk eða jafnvel svima og á stundum einhvern óljósan óróleika í líkamanum sem hann getur ekki lýst neitt nánar. Virkar þreyttur og ekki alveg með einbeitinguna í lagi, hefur líklega ekki sofið nógu vel. Þessi einstaklingur getur verið karl eða kona, það skiptir í sjálfu sér engu máli, en kvartanirnar geta verið örlítið mismunandi og þeir sem eru í kringum viðkomandi upplifa þær eins og ég lýsti hér að ofan. Karlmenn eiga þó frekar til að æsast upp eða vera stuttir í spuna en konur eru líklegri til að finna fyrir sveiflukenndri líðan. Líkamstjáningin segir allt sem segja þarf stundum og það virðist vanta gleði. Það er vel þekkt að langvarandi streita hefur áhrif á okkur í margvíslegu tilliti en það er líka býsna mörgu sem er klínt á hana sem á mögulega ekki alveg við rök að styðjast og ætla ég að tæpa á nokkrum atriðum. Streita er í raun ástand þar sem viðkomandi er ef kalla má í viðbragðsstöðu, það er aukin spenna og líkaminn breytir efnaskiptum sínum og framleiðir aukið magn streituhormóna og adrenalíns. Annars vegar er um að ræða eðlilegt viðbragð sem við þurfum til að bregðast við hættu, og þegar við verðum hrædd, til að koma okkur út úr aðstæðum eins og við gerðum forðum daga, hins vegar getur þetta viðbragð orðið langvinnt og þá veldur það skaða. Sumir segja að nútímamaðurinn þoli verr streitu en áður en áreiti hefur aukist til mikilla muna og er ekki sambærilegt því sem áður þekktist. Þar má nefna sérstaklega samskiptatækni og samgöngur sem gera það að verkum að við erum mun sveigjanlegri en við vorum áður og rannsóknir hafa sýnt að við þolum meira álag en áður í raun og veru, það getur engu að síður orðið of mikið.Greining streituvalda mikilvæg Önnur mýta sem er algeng er sú að við grennumst vegna streitu og álags, slíkt er beinlínis rangt enda hefur framleiðsla streituhormóna bein áhrif á sykurbúskap okkar og ýtir þess utan undir fitusöfnun, sérstaklega kviðfitu hjá körlum. Óreglulegur matartími og samsetning fæðu sem ítrekað er skyndibiti hefur einmitt áhrif til þyngdaraukningar. Það er gott að gefa sér tíma til að borða, og þá helst hollt! Því hefur verið haldið fram að þeir sem eldri eru þoli streitu verr en hinir yngri. Skoðun á þessu í t.d. Evrópu hefur leitt í ljós þveröfugar niðurstöður en þeir sem eru verst haldnir af streitu eru á aldursbilinu 40-45 ára, en hraðasta aukningin er í aldurshópi 20-35 ára. Samspil vinnu og einkalífs er mikið í umræðu hvað þessi atriði snertir og er vinnan oft talin bera ábyrgð á streitu einstaklinga, en það tengist ekki eingöngu vinnuálaginu sem slíku heldur virðast samskipti innan vinnustaðarins og möguleikar einstaklinga á að ráða við verkefni sín og að þau séu við hæfi vera mikilvægari þættir. Möguleikar á að vaxa í starfi og geta haft áhrif á það skipta miklu máli í að halda jafnvægi og draga úr streitu. Mjög algengt er að fólk telji að afslöppun hafi góð áhrif á það að losa streitu, há gildi streituhormóna og óróleiki kemur hins vegar í veg fyrir það og ætti því að leiðbeina um hreyfingu frekar en hvíld þegar mikið álag er á einstaklingum. Mikilvægt er að greina streituvalda og losa um þá sem frekast er kostur. Einstaklingar eru þarna mismunandi og finna mismikið fyrir streitu, en við vitum að áföll, missir og veikindi geta valdið miklum einkennum. Það sem ber einna helst að varast eru þessi litlu smáatriði sem valda spennu og streitu og viðhalda henni daglega með þeim afleiðingum sem við þekkjum og eru sannarlega að hafa áhrif á líkamann til skemmri og lengri tíma. Hið rétta er að krónískt álag hefur tilhneigingu til að hækka blóðþrýsting, auka líkur á sykursýki, valda meltingartruflunum, svefntruflunum, minnisskerðingu og síðast en ekki síst ýta undir andlega vanlíðan eins og þunglyndi og kvíða auk ýmissa annarra kvilla. Til að vinna gegn streitu kemur margt til en skipulag og tímastjórnun eru þar lykilatriði auk þess að fólk tjái sig og tali út um það sem því líður illa yfir. Almenn markmið um hollt líferni skipta auðvitað máli og eru ef kalla mætti grundvallaratriði.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun