Ný lína undir áhrifum frá Audrey Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:30 Jóhanna María Oppong hannar undir merkinu Troja. MYND/GVA Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira