"Hver í helvítinu er þetta eiginlega?“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. september 2013 06:00 Ég er að nálgast tímamót í aldri á föstudaginn næsta og ég verð að viðurkenna að tilfinningin er óbærileg. Og hvað hef ég afrekað? Afar fátt. „Hver í helvítinu er þetta eiginlega?“ spurði ég litlu frænku mína um daginn, sem beinlínis horfði á mig í forundran yfir því að ég þekkti ekki einhverja kúl poppstjörnu sem prýddi forsíðu Monitors. Ykkur að segja hef ég ekki þekkt eina einustu persónu á þessari forsíðu síðastliðna sex mánuði. Ræddi þetta um daginn við vin minn í síma, sem þurfti svo að skella á því það var kominn háttatími. Klukkan var tíu að kvöldi og hann var orðinn svo „óskaplega þreyttur“. Í næsta símtali bauð ég vinkonu minni í mat kvöldið eftir. Hún var búin að taka þorsk úr frysti svo hún afþakkaði, kurteislega. Ég er byrjuð að eiga mín bestu og innihaldsríkustu samtöl við fjölskyldu og vini fyrir vinnu, á milli sjö og níu á morgnana. Mér finnst orðið beinlínis ofbeldi þegar ég næ ekki klukkutíma í að lesa fréttir fyrir vinnu, og svo strax aftur eftir vinnu. Ekki að það dyljist þeim sem lesa þennan pistil en ég vinn á fjölmiðli. Þessi fréttadýrkun er til marks um gríðarlega háan aldur, held ég. Ég man allavega hvað mér fannst mamma aðframkomin af elli þegar hún sussaði á mig yfir fréttatímum. Og þá vissi ég ekki hver Gylfi Arnbjörnsson var. Eða framkvæmdastjóri Forlagsins. Eða að Samtök meðlagsgreiðenda og starfsheitið landgræðslustjóri væru hreinlega til. Svo hef ég tekið þetta upp eftir mömmu nýlega. Að sussa á fólk yfir kvöldfréttatímanum. Ég er farin að blóta „vitleysingunum í umferðinni“ og spyrja „nú, já? Hverra manna er hann?“ um fólk sem ég þekki ekki. Ég hef skoðun á sjónvarpsdagskránni og finnst hryllilegt að fara á nýja veitingastaði sem servera drykkina sína í krukkum frekar en hefðbundnum glösum – hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Það hefur oft verið sagt um mig að ég hafi fæðst miðaldra. Það hlýtur að þýða að um þessar mundir liggi ég fyrir dauðanum. Tuttugu og fimm ára á föstudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Ég er að nálgast tímamót í aldri á föstudaginn næsta og ég verð að viðurkenna að tilfinningin er óbærileg. Og hvað hef ég afrekað? Afar fátt. „Hver í helvítinu er þetta eiginlega?“ spurði ég litlu frænku mína um daginn, sem beinlínis horfði á mig í forundran yfir því að ég þekkti ekki einhverja kúl poppstjörnu sem prýddi forsíðu Monitors. Ykkur að segja hef ég ekki þekkt eina einustu persónu á þessari forsíðu síðastliðna sex mánuði. Ræddi þetta um daginn við vin minn í síma, sem þurfti svo að skella á því það var kominn háttatími. Klukkan var tíu að kvöldi og hann var orðinn svo „óskaplega þreyttur“. Í næsta símtali bauð ég vinkonu minni í mat kvöldið eftir. Hún var búin að taka þorsk úr frysti svo hún afþakkaði, kurteislega. Ég er byrjuð að eiga mín bestu og innihaldsríkustu samtöl við fjölskyldu og vini fyrir vinnu, á milli sjö og níu á morgnana. Mér finnst orðið beinlínis ofbeldi þegar ég næ ekki klukkutíma í að lesa fréttir fyrir vinnu, og svo strax aftur eftir vinnu. Ekki að það dyljist þeim sem lesa þennan pistil en ég vinn á fjölmiðli. Þessi fréttadýrkun er til marks um gríðarlega háan aldur, held ég. Ég man allavega hvað mér fannst mamma aðframkomin af elli þegar hún sussaði á mig yfir fréttatímum. Og þá vissi ég ekki hver Gylfi Arnbjörnsson var. Eða framkvæmdastjóri Forlagsins. Eða að Samtök meðlagsgreiðenda og starfsheitið landgræðslustjóri væru hreinlega til. Svo hef ég tekið þetta upp eftir mömmu nýlega. Að sussa á fólk yfir kvöldfréttatímanum. Ég er farin að blóta „vitleysingunum í umferðinni“ og spyrja „nú, já? Hverra manna er hann?“ um fólk sem ég þekki ekki. Ég hef skoðun á sjónvarpsdagskránni og finnst hryllilegt að fara á nýja veitingastaði sem servera drykkina sína í krukkum frekar en hefðbundnum glösum – hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Það hefur oft verið sagt um mig að ég hafi fæðst miðaldra. Það hlýtur að þýða að um þessar mundir liggi ég fyrir dauðanum. Tuttugu og fimm ára á föstudaginn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun