Miðjan í borginni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. september 2013 06:00 Könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg bregður athyglisverðu ljósi á stöðu borgarmálanna. Bezti flokkurinn nýtur nú aftur mests stuðnings allra framboða í Reykjavík, hefur sama fylgi og hann fékk í kosningunum 2010 og fengi aftur sex borgarfulltrúa ef gengið kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað forystunni sem hann hafði í könnunum mestan part kjörtímabilsins, fengi minna fylgi en í síðustu kosningum og jafnmarga fulltrúa, eða fimm. Samfylkingin tapar fylgi og fengi tvo menn í stað þriggja, en Vinstri græn gætu unnið mann, þótt fylgið hafi minnkað. Framsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu kosningum, sem dugir ekki til að koma manni í borgarstjórn, og hefur dalað verulega síðan í könnun í apríl, þegar flokkurinn var á mikilli siglingu á landsvísu. Merkilegustu tíðindin eru að Bezti flokkurinn er ekki sú bóla sem margir spáðu. Flokkurinn varð stærstur í borgarstjórn í krafti vantrausts kjósenda á gömlu flokkunum. Það vantraust er enn til staðar og á því græðir Bezti flokkurinn, þrátt fyrir að hafa í mörgu ekki staðið sig vel við rekstur borgarinnar. Jón Gnarr borgarstjóri hefur komið á óvart. Hann lýsti því yfir í upphafi að hann ætlaði að láta öðrum eftir daglegan rekstur en rækta „óskilgreint tilfinningalegt hlutverk“ borgarstjórans gagnvart borgarbúum, vera í betra sambandi við þá og taka meiri þátt í daglegu lífi þeirra. Þetta fannst mörgum fráleitt, en staðreyndin er að það hefur gengið eftir og margir Reykvíkingar kunna vel að meta að einhver rækti tilfinningasambandið við þá; sérstaklega af því að það eru ekki margir aðrir stjórnmálamenn sem gera það. Um leið og Bezti flokkurinn festist í sessi dýpkar kreppa gömlu flokkanna. Samfylkingin er óralangt frá því fylgi sem hún telur sig eiga að njóta í borginni. Þvert á það sem spáð var í upphafi, að Samfylkingin myndi stjórna borginni í raun, hefur hún staðið í skugga Bezta flokksins í meirihlutasamstarfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir græða augljóslega ekki á stjórnarsetunni og það mun ekki breytast fram að borgarstjórnarkosningum, á tíma þar sem ríkisstjórnin mun taka margar óvinsælar ákvarðanir. Þeir líða líka báðir fyrir forystuleysi; Framsóknarflokkurinn á engan leiðtoga í borginni og Sjálfstæðisflokkurinn í raun ekki heldur eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir fór í landsmálin. Eftir að R-listinn leystist upp endurheimti Sjálfstæðisflokkurinn stöðu sína sem stærsti flokkurinn í borgarstjórn þótt sú tíð sé liðin þegar hann náði hreinum meirihluta. Í síðustu kosningum varð hann hins vegar næststærstur og gæti orðið það aftur. Átök innan flokksins um aðferðir við val á framboðslista í borginni eru til marks um ákveðna örvæntingu yfir þessari stöðu; margir í harða kjarna flokksins telja greinilega að sumir af borgarfulltrúunum hafi gert of mikið af því að vinna með meirihlutanum, ekki sízt í skipulagsmálum, og vilja breytta stefnu með harðari einkabílisma og andstöðu við að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Afstaða til Reykjavíkurflugvallar virðist reyndar litlu breyta um það hvaða flokka fólk styður í borgarstjórn. Og er vit í því fyrir sjálfstæðismenn í borginni að taka hægribeygju og halla sér að stefnu íhaldssamrar ríkisstjórnar sem tapar vinsældum sínum hratt? Eða eiga þeir að sækja inn á miðjuna í borgarmálunum eins og flokkurinn gerði lengst af með góðum árangri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg bregður athyglisverðu ljósi á stöðu borgarmálanna. Bezti flokkurinn nýtur nú aftur mests stuðnings allra framboða í Reykjavík, hefur sama fylgi og hann fékk í kosningunum 2010 og fengi aftur sex borgarfulltrúa ef gengið kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað forystunni sem hann hafði í könnunum mestan part kjörtímabilsins, fengi minna fylgi en í síðustu kosningum og jafnmarga fulltrúa, eða fimm. Samfylkingin tapar fylgi og fengi tvo menn í stað þriggja, en Vinstri græn gætu unnið mann, þótt fylgið hafi minnkað. Framsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu kosningum, sem dugir ekki til að koma manni í borgarstjórn, og hefur dalað verulega síðan í könnun í apríl, þegar flokkurinn var á mikilli siglingu á landsvísu. Merkilegustu tíðindin eru að Bezti flokkurinn er ekki sú bóla sem margir spáðu. Flokkurinn varð stærstur í borgarstjórn í krafti vantrausts kjósenda á gömlu flokkunum. Það vantraust er enn til staðar og á því græðir Bezti flokkurinn, þrátt fyrir að hafa í mörgu ekki staðið sig vel við rekstur borgarinnar. Jón Gnarr borgarstjóri hefur komið á óvart. Hann lýsti því yfir í upphafi að hann ætlaði að láta öðrum eftir daglegan rekstur en rækta „óskilgreint tilfinningalegt hlutverk“ borgarstjórans gagnvart borgarbúum, vera í betra sambandi við þá og taka meiri þátt í daglegu lífi þeirra. Þetta fannst mörgum fráleitt, en staðreyndin er að það hefur gengið eftir og margir Reykvíkingar kunna vel að meta að einhver rækti tilfinningasambandið við þá; sérstaklega af því að það eru ekki margir aðrir stjórnmálamenn sem gera það. Um leið og Bezti flokkurinn festist í sessi dýpkar kreppa gömlu flokkanna. Samfylkingin er óralangt frá því fylgi sem hún telur sig eiga að njóta í borginni. Þvert á það sem spáð var í upphafi, að Samfylkingin myndi stjórna borginni í raun, hefur hún staðið í skugga Bezta flokksins í meirihlutasamstarfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir græða augljóslega ekki á stjórnarsetunni og það mun ekki breytast fram að borgarstjórnarkosningum, á tíma þar sem ríkisstjórnin mun taka margar óvinsælar ákvarðanir. Þeir líða líka báðir fyrir forystuleysi; Framsóknarflokkurinn á engan leiðtoga í borginni og Sjálfstæðisflokkurinn í raun ekki heldur eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir fór í landsmálin. Eftir að R-listinn leystist upp endurheimti Sjálfstæðisflokkurinn stöðu sína sem stærsti flokkurinn í borgarstjórn þótt sú tíð sé liðin þegar hann náði hreinum meirihluta. Í síðustu kosningum varð hann hins vegar næststærstur og gæti orðið það aftur. Átök innan flokksins um aðferðir við val á framboðslista í borginni eru til marks um ákveðna örvæntingu yfir þessari stöðu; margir í harða kjarna flokksins telja greinilega að sumir af borgarfulltrúunum hafi gert of mikið af því að vinna með meirihlutanum, ekki sízt í skipulagsmálum, og vilja breytta stefnu með harðari einkabílisma og andstöðu við að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Afstaða til Reykjavíkurflugvallar virðist reyndar litlu breyta um það hvaða flokka fólk styður í borgarstjórn. Og er vit í því fyrir sjálfstæðismenn í borginni að taka hægribeygju og halla sér að stefnu íhaldssamrar ríkisstjórnar sem tapar vinsældum sínum hratt? Eða eiga þeir að sækja inn á miðjuna í borgarmálunum eins og flokkurinn gerði lengst af með góðum árangri?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun