Annars flokks erlendir fjárfestar Ólafur Stephensen skrifar 30. september 2013 09:00 Eitt af því sem síðasta ríkisstjórn vann íslenzku atvinnulífi helzt til ógagns var hvernig ráðherrar hennar og þingmenn stjórnarmeirihlutans margir hverjir virtust leggja sig fram um að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Það var gert með því að flækja skatta- og regluumhverfið, amast við fjárfestingum ef starfsemi viðkomandi fyrirtækja var stjórnmálamönnunum ekki að skapi og með því að hóta að breyta reglunum eftir á eða þjóðnýta fyrirtæki eins og í Magma-málinu. Hafði sú ríkisstjórn þó á stefnuskrá sinni að auka erlenda fjárfestingu. Núverandi ríkisstjórn hefur slíkt markmið hvergi á blaði; í stjórnarsáttmálanum er bara talað um að það þurfi að auka fjárfestingu. Og ýmislegt bendir til að nýja stjórnin hafi ekki meiri áhuga á að laða að landinu erlent fjármagn en sú gamla. Ríkisstjórnin hefur lagt umsóknina um aðild að ESB á hilluna og þar með í raun lýst því yfir að við munum búa áfram við krónuna og höftin, svo og stórfelldar takmarkanir á erlendri fjárfestingu í einni arðbærustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginum. Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir að hann taki ekki mark á ráðleggingum „útlendra skammstafana“ – það er sérfræðingum alþjóðastofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina – um tilhögun efnahagsmála. Hin þokukenndu áform ríkisstjórnarinnar um róttækustu skuldaniðurfellingar í heimi hafa ekki stuðlað að því að draga úr óvissunni í íslenzku efnahagslífi. Það er einmitt óvissan sem er eitur í beinum alþjóðlegra fjárfesta. Í tengslum við hin óljósu plön ríkisstjórnarinnar er ítrekað gefið í skyn að erlendir kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna – alþjóðlegir fjárfestar – verði píndir dálítið duglega svo að ríkið eigi fyrir skuldaniðurfellingunum. Ekkert af þessu skapar jákvætt umhverfi sem heillar fjárfesta. Forsætisráðherrann fór reyndar á fund til London í daginn og bað fjárfesta sem hann sátu um að koma með peningana sína til Íslands. Það var jákvætt merki. Hins vegar leið ekki á löngu þar til forsætisráðherrann var spurður út í áhyggjur Samtaka iðnaðarins af flótta tækni- og þekkingarfyrirtækja úr landi og hann notaði tækifærið til að koma því skýrt á framfæri að erlendir fjárfestar væru annars flokks. Erlend fjárfesting væri nauðsynleg í bland við innlenda en hún væri eins og dýr, erlend lántaka sem væri auðvitað óæskileg þegar landið skuldaði mikið í erlendri mynt. Þetta er í fyrsta lagi misskilningur á því hvernig erlend fjárfesting virkar. Þegar um sprotafyrirtæki er að ræða er hún oft lífsnauðsynleg vegna þess að henni fylgir sérþekking sem fyrirtækin þurfa á að halda. Slík fjárfesting skilur að sjálfsögðu eftir verðmæti á Íslandi og ef útlendu fjárfestarnir sjá góð tækifæri endurfjárfesta þeir arðinn hér. Í öðru lagi gerir forsætisráðherrann með þessu lítið úr fjárfestingum íslenzkra fyrirtækja erlendis. Eru það bara svona græðgisfjárfestingar sem ekkert skilja eftir í löndunum sem um ræðir? Í þriðja lagi eru þetta enn ein skilaboðin til erlendra fjárfesta um að þeir skuli halda sig fjarri. Var það örugglega það sem við þurftum núna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Eitt af því sem síðasta ríkisstjórn vann íslenzku atvinnulífi helzt til ógagns var hvernig ráðherrar hennar og þingmenn stjórnarmeirihlutans margir hverjir virtust leggja sig fram um að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Það var gert með því að flækja skatta- og regluumhverfið, amast við fjárfestingum ef starfsemi viðkomandi fyrirtækja var stjórnmálamönnunum ekki að skapi og með því að hóta að breyta reglunum eftir á eða þjóðnýta fyrirtæki eins og í Magma-málinu. Hafði sú ríkisstjórn þó á stefnuskrá sinni að auka erlenda fjárfestingu. Núverandi ríkisstjórn hefur slíkt markmið hvergi á blaði; í stjórnarsáttmálanum er bara talað um að það þurfi að auka fjárfestingu. Og ýmislegt bendir til að nýja stjórnin hafi ekki meiri áhuga á að laða að landinu erlent fjármagn en sú gamla. Ríkisstjórnin hefur lagt umsóknina um aðild að ESB á hilluna og þar með í raun lýst því yfir að við munum búa áfram við krónuna og höftin, svo og stórfelldar takmarkanir á erlendri fjárfestingu í einni arðbærustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginum. Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir að hann taki ekki mark á ráðleggingum „útlendra skammstafana“ – það er sérfræðingum alþjóðastofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina – um tilhögun efnahagsmála. Hin þokukenndu áform ríkisstjórnarinnar um róttækustu skuldaniðurfellingar í heimi hafa ekki stuðlað að því að draga úr óvissunni í íslenzku efnahagslífi. Það er einmitt óvissan sem er eitur í beinum alþjóðlegra fjárfesta. Í tengslum við hin óljósu plön ríkisstjórnarinnar er ítrekað gefið í skyn að erlendir kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna – alþjóðlegir fjárfestar – verði píndir dálítið duglega svo að ríkið eigi fyrir skuldaniðurfellingunum. Ekkert af þessu skapar jákvætt umhverfi sem heillar fjárfesta. Forsætisráðherrann fór reyndar á fund til London í daginn og bað fjárfesta sem hann sátu um að koma með peningana sína til Íslands. Það var jákvætt merki. Hins vegar leið ekki á löngu þar til forsætisráðherrann var spurður út í áhyggjur Samtaka iðnaðarins af flótta tækni- og þekkingarfyrirtækja úr landi og hann notaði tækifærið til að koma því skýrt á framfæri að erlendir fjárfestar væru annars flokks. Erlend fjárfesting væri nauðsynleg í bland við innlenda en hún væri eins og dýr, erlend lántaka sem væri auðvitað óæskileg þegar landið skuldaði mikið í erlendri mynt. Þetta er í fyrsta lagi misskilningur á því hvernig erlend fjárfesting virkar. Þegar um sprotafyrirtæki er að ræða er hún oft lífsnauðsynleg vegna þess að henni fylgir sérþekking sem fyrirtækin þurfa á að halda. Slík fjárfesting skilur að sjálfsögðu eftir verðmæti á Íslandi og ef útlendu fjárfestarnir sjá góð tækifæri endurfjárfesta þeir arðinn hér. Í öðru lagi gerir forsætisráðherrann með þessu lítið úr fjárfestingum íslenzkra fyrirtækja erlendis. Eru það bara svona græðgisfjárfestingar sem ekkert skilja eftir í löndunum sem um ræðir? Í þriðja lagi eru þetta enn ein skilaboðin til erlendra fjárfesta um að þeir skuli halda sig fjarri. Var það örugglega það sem við þurftum núna?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun