Þegar hættir að rigna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það? Hópurinn sem ég æfði með hafði haldið sínu striki. Það sá ég á reglulegum skilaboðum á Facebook, þar sem þakkað var fyrir „dúndur æfingu“ þann daginn. Þessi hópur lét greinilega ekkert stoppa sig heldur hljóp og plankaði í rigningunni og hamaðist á móti vindi. Ég fékk í magann í hvert sinn sem ég sá nýja færslu. Gat ekki lengur horft framan í félagana ef ég rakst á þá á götu. Æfingarnar höfðu svo sem farið nógu vel af stað hjá mér. Ég mætti í Nike Free með vatnsbrúsa á uppgefinn mótstað. Barðist gegnum fyrstu æfinguna með blóðbragð í munni og gekk svo gjörsamlega fram af mér að ég man ekki hvernig ég komst heim. Ég mætti samt aftur og aftur og smám saman minnkaði blóðbragðið í munninum. Ég var meira að segja farin að skokka heim að æfingu lokinni. Ég taldi mig hafa komist yfir ákveðinn þröskuld. Ég var „farin að æfa“. Í heimilisrútínunni var gert ráð fyrir því að ég færi „á æfingu“ þessa ákveðnu daga og öryggið uppmálað smellti ég mér í hlaupabuxurnar og skokkaði til móts við félagana. Nú tilheyrði ég þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna, stundar heilbrigðan lífsstíl og borðar hollt. Þetta hafði ég ætlað mér árum saman og það hafði tekist. Bakslagið kom mér á óvart. Ég sleppti úr einni æfingu vegna pestar, enda ekki skynsamlegt að hlaupa lasin úti í hráslaganum. Þegar kom að næstu æfingu fannst mér óskynsamlegt að stofna batanum í hættu strax með því að svitna úti í grenjandi rigningu. Ég gæti fengið í eyrun! Þar kom að ég tilheyrði ekki lengur fólkinu sem stundar heilbrigðan lífsstíl. Nú er meistaramánuður. Allir geta verið með. Allir geta sett sér markmið og hví ekki ég? Ef það hætti nú bara að rigna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meistaramánuður Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það? Hópurinn sem ég æfði með hafði haldið sínu striki. Það sá ég á reglulegum skilaboðum á Facebook, þar sem þakkað var fyrir „dúndur æfingu“ þann daginn. Þessi hópur lét greinilega ekkert stoppa sig heldur hljóp og plankaði í rigningunni og hamaðist á móti vindi. Ég fékk í magann í hvert sinn sem ég sá nýja færslu. Gat ekki lengur horft framan í félagana ef ég rakst á þá á götu. Æfingarnar höfðu svo sem farið nógu vel af stað hjá mér. Ég mætti í Nike Free með vatnsbrúsa á uppgefinn mótstað. Barðist gegnum fyrstu æfinguna með blóðbragð í munni og gekk svo gjörsamlega fram af mér að ég man ekki hvernig ég komst heim. Ég mætti samt aftur og aftur og smám saman minnkaði blóðbragðið í munninum. Ég var meira að segja farin að skokka heim að æfingu lokinni. Ég taldi mig hafa komist yfir ákveðinn þröskuld. Ég var „farin að æfa“. Í heimilisrútínunni var gert ráð fyrir því að ég færi „á æfingu“ þessa ákveðnu daga og öryggið uppmálað smellti ég mér í hlaupabuxurnar og skokkaði til móts við félagana. Nú tilheyrði ég þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna, stundar heilbrigðan lífsstíl og borðar hollt. Þetta hafði ég ætlað mér árum saman og það hafði tekist. Bakslagið kom mér á óvart. Ég sleppti úr einni æfingu vegna pestar, enda ekki skynsamlegt að hlaupa lasin úti í hráslaganum. Þegar kom að næstu æfingu fannst mér óskynsamlegt að stofna batanum í hættu strax með því að svitna úti í grenjandi rigningu. Ég gæti fengið í eyrun! Þar kom að ég tilheyrði ekki lengur fólkinu sem stundar heilbrigðan lífsstíl. Nú er meistaramánuður. Allir geta verið með. Allir geta sett sér markmið og hví ekki ég? Ef það hætti nú bara að rigna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun