Pressan að vera kúl Sigga Dögg skrifar 10. október 2013 11:00 Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira