1001 galdur fyrir alla fjölskylduna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 09:00 Sagan af Aladdín er ekki ný af nálinni en hér er á ferð útgáfa sem er trú frumsögunni og því töluvert ólík Disney-útgáfunni sem flestir þekkja. Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira